Steinunn klæddi Katrínu

Fatastíllinn | 16. maí 2023

Steinunn klæddi Katrínu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti leiðtogum Evrópuráðsins klædd framúrskarandi hönnun Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar. Um er að ræða vínrauðan ullarjakka með slaufukraga og pils með prjónaðri skreytingu að neðan. Við pilsið var hún í 40 den sokkabuxum og látlausum spariskóm. 

Steinunn klæddi Katrínu

Fatastíllinn | 16. maí 2023

Katrín Jakobsdóttir var einstaklega glæsileg til fara í dag í …
Katrín Jakobsdóttir var einstaklega glæsileg til fara í dag í Hörpu. Ljósmynd/Samsett

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti leiðtogum Evrópuráðsins klædd framúrskarandi hönnun Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar. Um er að ræða vínrauðan ullarjakka með slaufukraga og pils með prjónaðri skreytingu að neðan. Við pilsið var hún í 40 den sokkabuxum og látlausum spariskóm. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti leiðtogum Evrópuráðsins klædd framúrskarandi hönnun Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar. Um er að ræða vínrauðan ullarjakka með slaufukraga og pils með prjónaðri skreytingu að neðan. Við pilsið var hún í 40 den sokkabuxum og látlausum spariskóm. 

Yfirbragð forsætisráðherra var fágað og glæsilegt. 

Steinunn Sigurðardóttir er einn af virtustu og áhrifamestu fatahönnuðum Íslands. Hún ruddi veginn fyrir komandi kynslóðir í faginu með alþjóðlegri sýn sinni og smekkvísi. Það var því viðeigandi að Katrín klæddist fatnaði frá henni. Steinunn lærði fatahönnun í París og New York. Eftir útskrift úr Parson School of Design réð hún sig þekktra erlendra tískuhúsa eins og Calvin Klein og La Perla. 

Þótt hún nyti velgengni á erlendri grundu togaði Ísland í hana. Síðan árið 2000 hefur hún rekið verslun á Íslandi. Í dag er hún með stúdíó í verbúðunum úti á Granda. 

„Ég tengdi í ræt­ur mín­ar, fór að lesa heim­speki og sjá heim­inn frá öðru sjón­ar­horni. Þjóðfræðin bygg­ist á því að skoða hvers­dags­lífið sem við öll þekkj­um svo vel. Allt sem okk­ur er sam­eig­in­legt og við tök­um sem sjálf­sögðum hlut í dag. Fatnaður er mjög stór hluti af hvers­dags­líf­inu, við þurf­um jú öll að klæða okk­ur. Fyr­ir mér er fata­skáp­ur­inn best geymda leynd­ar­mál ein­stak­lings­ins. Ein­stak­ling­ur­inn stend­ur and­spæn­is fata­skápn­um dag­lega og vel­ur sér bún­ing fyr­ir hlut­verk dags­ins,“ sagði Steinunn í viðtali við Elínrós Líndal sem tekið var fyrir Smartland 2018.

Íslenskir ráðherrar og ráðamenn ættu að taka Katrínu til fyrirmyndar og leggja sig fram um að velja íslenskt. Ekki síst þegar augu alheimsins eru á þeim eins og í dag.

Marija Pejcinovic Buric, forseti Evrópuráðsins, Olaf Scholz kanslari Þýskalands og …
Marija Pejcinovic Buric, forseti Evrópuráðsins, Olaf Scholz kanslari Þýskalands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
mbl.is