Enginn búinn að gleyma hvernig Díana lét lífið

Kóngafólk í fjölmiðlum | 17. maí 2023

Enginn búinn að gleyma hvernig Díana lét lífið

Borgarstjóri New York kvaðst harma það að fjölmiðlar hafi veitt Harry og Meghan eftirför í borginni í gær. Þetta kom fram á blaðamannafundi fyrr í dag er hann minntist þess jafnframt hvernig Díana prinsessa, móðir Harry, lét lífið.

Enginn búinn að gleyma hvernig Díana lét lífið

Kóngafólk í fjölmiðlum | 17. maí 2023

Harry og Meghan lentu í óskemmtilegri reynslu eftir verðlaunaafhendingu. Minnstu …
Harry og Meghan lentu í óskemmtilegri reynslu eftir verðlaunaafhendingu. Minnstu munaði að illa færi. AFP

Borgarstjóri New York kvaðst harma það að fjölmiðlar hafi veitt Harry og Meghan eftirför í borginni í gær. Þetta kom fram á blaðamannafundi fyrr í dag er hann minntist þess jafnframt hvernig Díana prinsessa, móðir Harry, lét lífið.

Borgarstjóri New York kvaðst harma það að fjölmiðlar hafi veitt Harry og Meghan eftirför í borginni í gær. Þetta kom fram á blaðamannafundi fyrr í dag er hann minntist þess jafnframt hvernig Díana prinsessa, móðir Harry, lét lífið.

„Eflaust enginn okkar hefur gleymt hvernig móðir hans [Harry] lést,“ sagði Eric Adams borgarstjóri á blaðamannafundinum og vitnar þar í bílslysið sem leiddi til ótímabærs andláts Díönu prinsessu, eftir eftirför ljósmyndara í París í Frakklandi.

Í kjölfar andlátsins fór af stað mikil umræða um ágengni fjölmiðla, og þá aðallega slúðurpressunnar. Rannsókn leiddi síðar í ljós að bílstjórinn sem keyrði Díönu var einnig ölvaður undir stýri er slysið átti sér stað.

Almannaöryggi í fyrirrúmi

Fjölmiðlar eru sagðir hafa veitt hjónunum eftirför í tvo tíma en í umfjöllun BBC kemur fram að enn hafi enginn verið handtekinn vegna málsins.

Þá hafi eftirförin ekki leitt til umferðarslyss og urðu jafnframt engin slys á fólki.

„Það væri líka hræðilegt að missa saklausan vegfaranda í slíkri eftirför,“ segir hann. „Við þurfum að vera mjög ábyrg. Mér fannst þetta nokkuð gáleysislegt og óábyrgt.“

Eric Adams borgarstjóri New York
Eric Adams borgarstjóri New York AFP/Yuki Iwamura

„Það er ljóst að fjölmiðlar og ljósmyndarar vilja fá réttu skotin og réttu fyrirsagnirnar, en almannaöryggi þarf alltaf að vera í fyrirrúmi,“ segir Adams. Samkvæmt því sem Adams hafði fengið að heyra munaði litlu að tveir lögreglumenn slösuðust. Hann segir New York vera öðruvísi en hver annar smábær.

„Maður á auðvitað hvergi að keyra yfir hámarkshraða neins staðar, en þetta er þéttbýl borg.“

Mörgum stefnt í hættu

Adams segir að ef hjónunum hefði aðeins verið veitt eftirför á miklum hraða í tíu mínútur hefði það verið nóg til að stefna mörgum í mikla hættu.

„Lögreglan gerir þetta í takmörkuðu mæli til þess að grípa slæmt fólk en þegar einhver gerir þetta til þess að ná „rétta skotinu“ getur fólk slasast,“ segir hann að lokum.

mbl.is