Hareide boðar landsliðsmenn fyrr til æfinga

Dagmál | 17. maí 2023

Hareide boðar landsliðsmenn fyrr til æfinga

„Við ætlum að byrja æfa í kringum 6. júní þar sem flestir leikmennirnir, sem verða í hópnum, verða komnir til landsins á þeim tíma,“ sagði Norðmaðurinn Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

Hareide boðar landsliðsmenn fyrr til æfinga

Dagmál | 17. maí 2023

„Við ætlum að byrja æfa í kringum 6. júní þar sem flestir leikmennirnir, sem verða í hópnum, verða komnir til landsins á þeim tíma,“ sagði Norðmaðurinn Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

„Við ætlum að byrja æfa í kringum 6. júní þar sem flestir leikmennirnir, sem verða í hópnum, verða komnir til landsins á þeim tíma,“ sagði Norðmaðurinn Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

Hareide, sem er 69 ára gamall, tók við þjálfun íslenska liðsins í síðasta mánuði en fyrstu leikirnir undir hans stjórn verða gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM, dagana 17. og 20. júní á Laugardalsvelli.

Formlegur undirbúningur fyrir leikina hefst í kringum 13. júní en Hareide ætlar sér að nýta tímann vel með þeim leikmönnum sem verða komnir til landsins.

„Leikmennirnir sem leika í Svíþjóð og Noregi verða ekki komnir á þessum tíma en allir hinir verða komnir til landsins reikna ég með,“ sagði Hareide.

„Ég er mjög spenntur að byrja þjálfa þá og ég hlakka mikil til þess að kynna þá fyrir minni hugmyndafræði,“ sagði Hareide meðal annars.

Viðtalið við Åge Hareide í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Aron Einar Gunnarsson og Andri Lucas Guðjohnsen fagna marki þess …
Aron Einar Gunnarsson og Andri Lucas Guðjohnsen fagna marki þess fyrrnefnda gegn Liechtenstein í lok mars. Ljósmynd/Alex Nicodim
mbl.is