Fá ekki að sjá ljósmyndirnar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 18. maí 2023

Fá ekki að sjá ljósmyndirnar

Ljósmyndarar á vegum umboðsskifstofunnar Backgrid eru sagðir hafa veitt Harry og Meghan stórhættulega eftirför í New York-borg á þriðjudag. Umboðsskrifstofan neitar að sýna hjónunum myndirnar sem teknar voru.

Fá ekki að sjá ljósmyndirnar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 18. maí 2023

Umboðsskrifstofan segir að Bandaríkjamenn séu löngu búnir að afneita allri …
Umboðsskrifstofan segir að Bandaríkjamenn séu löngu búnir að afneita allri „konunglegri sérmeðferð“. AFP

Ljósmyndarar á vegum umboðsskifstofunnar Backgrid eru sagðir hafa veitt Harry og Meghan stórhættulega eftirför í New York-borg á þriðjudag. Umboðsskrifstofan neitar að sýna hjónunum myndirnar sem teknar voru.

Ljósmyndarar á vegum umboðsskifstofunnar Backgrid eru sagðir hafa veitt Harry og Meghan stórhættulega eftirför í New York-borg á þriðjudag. Umboðsskrifstofan neitar að sýna hjónunum myndirnar sem teknar voru.

Frá þessu greinir Breska ríkisútvarpið en fyrr í vikunni var haft eftir talsmanni hjónanna að litlu hafi munað að illa færi á meðan hinni tveggja klukkustunda eftirför stóð.

Lögmaður Backgrid sagði ástæðu þess að umboðsskrifstofan sýni hjónunum ekki ljósmyndirnar að Bandaríkjamenn séu löngu búnir að afneita allri „konunglegri sérmeðferð“.

Frásögnin ýkt en virtust samt stressuð

Leigubílstjóri að nafni Sukhcharn Singh hafði keyrt hjónin stuttu eftir eltingarleikinn en hann sagði frásögn talsmanns hjónanna ýkta að einhverju leyti.

Singh hafði sótt hjónin eftir að þau höfðu falið sig inni á lögreglustöð. Þegar hann hafi reynt að keyra burt með hjónin stóðu ruslabílar í vegi þeirra og á svipstundu hafi hjörð ljósmyndara umkringt bílinn og byrjað að taka myndir.

„Þau virtust stressuð. Ég held að þau hafi verið elt allan daginn,“ sagði Singh við BBC.

mbl.is