Þetta eru 5 dýrustu jarðir landsins

Heimili | 18. maí 2023

Þetta eru 5 dýrustu jarðir landsins

Dreymir þig um að eignast sveitasetur umkringt fallegu íslensku landslagi? Á fasteignavef mbl.is er að finna fjölbreytt úrval fallegra jarða og lóða sem kosta allt frá einni milljón til 500 milljóna og því ættu allir að geta fundið eitthvað við hæfi.

Þetta eru 5 dýrustu jarðir landsins

Heimili | 18. maí 2023

Fimm dýrustu jarðir landsins í dag kosta frá 240 til …
Fimm dýrustu jarðir landsins í dag kosta frá 240 til 500 milljónir. Samsett mynd

Dreymir þig um að eignast sveitasetur umkringt fallegu íslensku landslagi? Á fasteignavef mbl.is er að finna fjölbreytt úrval fallegra jarða og lóða sem kosta allt frá einni milljón til 500 milljóna og því ættu allir að geta fundið eitthvað við hæfi.

Dreymir þig um að eignast sveitasetur umkringt fallegu íslensku landslagi? Á fasteignavef mbl.is er að finna fjölbreytt úrval fallegra jarða og lóða sem kosta allt frá einni milljón til 500 milljóna og því ættu allir að geta fundið eitthvað við hæfi.

Smartland tók saman fimm dýrustu jarðir landsins í dag, en þær eiga það sameiginlegt að vera stórar og umkringdar einstakri náttúrufegurð.

Sandhólaferja

Í nágrenni við Hellu á Suðurlandi er að finna sjarmerandi jörð sem nær yfir 1.516 hektara svæði. Þar eru tvö einbýlishús, annars vegar 260 fm og hins vegar 170 fm, hesthús með 20 stórum stíum, þar af eru sex stórar stóðhestastíur, 695 fm reiðhöll og sumarbústaður niður við Þjórsá.

Þar er laxveiði í net í Þjórsá og silungsveiði í Hrútsvatni og því óhætt að segja að jörðin sé sannkölluð paradís fyrir náttúru- og útivistarunnendur. Ásett verð er 500 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Sandhólaferja 

Samsett mynd

Kanastaðir

Í Rangárþingi eystra er að finna myndarlegt kúabú í fullum rekstri á 370 hektara jörð. Þar er 10.302 fm fjós sem reist var árið 2008 með tveimur mjaltaþjónum auk annarrar nauðsynlegrar aðstöðu.

Auk þess er 300 fm tveggja íbúða hús á jörðinni, alifuglahús og fjölnotahús sem er að hluta til nýtt sem hesthús og reiðskemma. Ásett verð er 460 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Kanastaðir

Samsett mynd

Kjóastaðir 2

Við Biskupstungnabraut í Haukadal er að finna 176 hektara jörð með glæsilegu útsýni, þar á meðal yfir Bláfell til austurs, Jarlhetta og Langjökuls til norðurs og niður Haukadal til vesturs. Þar er 115 fm einbýlishús, fimm gistihús – þar af stórt 192 fm hús með gistirými fyrir 22 manns, þrjú vel búin 28 fm hús með svefnlofti og 23 fm starfsmannahús. 

Þá er 21 stía hesthús með stórri hnakkageymslu á jörðinni en auk þess eru þrjú gerði og stórt reiðgerði. Sambyggt við hesthúsið er hlaða sem hefur verið breytt í sjarmerandi samkomurými, en þar við hliðina á er borðsalur með veislueldhúsi. Ásett verð er 450 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Kjóastaðir 2

Samsett mynd

Víðigerði

Í Eyjafjarðarsveit, í um 16 km akstursfjarlægð frá Akureyri, er að finna 200 hektara jörð. Á henni stendur rúmgott 345 fm einbýlishús á þremur hæðum, fjós með mjaltabás fyrir allt að 10 kýr og hlaða sem er í dag nýtt sem vélageymsla að hluta.

Auk þess eru á jörðinni fjárhús, lítið alifuglahús og tvær véla- og verkfærageymslur, annars vegar 128 fm og hins vegar 96 fm að stærð. Ásett verð er 260 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Víðigerði 

Samsett mynd

Brekkulækur

Í nágrenni við Hvammstanga er að finna 239 hektara jörð með umtalsverð hlunnindi í einni bestu laxveiðiá landsins. Á jörðinni 81 fm geymsla, fullbúið 465 fm hesthús, lítil íbúð og tækjageymsla sem byggð var árið 2015. 

Þá má einnig finna 800 fm gistihús og starfsmannahús á jörðinni sem bjóða upp á spennandi tækifæri í ferðaþjónustu. Ásett verð er 240 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Brekkulækur

Samsett mynd
mbl.is