Þetta eru dýrustu par- og raðhús landsins

Heimili | 19. maí 2023

Þetta eru dýrustu par- og raðhús landsins

Par- og raðhús njóta mikilla vinsælda í dag. Á fasteignavef mbl.is er fjölbreytt úrval af glæsilegum par- og raðhúsum til sölu sem kosta allt frá 20 milljónum upp í 240 milljónir.

Þetta eru dýrustu par- og raðhús landsins

Heimili | 19. maí 2023

Samsett mynd

Par- og raðhús njóta mikilla vinsælda í dag. Á fasteignavef mbl.is er fjölbreytt úrval af glæsilegum par- og raðhúsum til sölu sem kosta allt frá 20 milljónum upp í 240 milljónir.

Par- og raðhús njóta mikilla vinsælda í dag. Á fasteignavef mbl.is er fjölbreytt úrval af glæsilegum par- og raðhúsum til sölu sem kosta allt frá 20 milljónum upp í 240 milljónir.

Smartland tók saman fimm dýrustu par- og raðhús landsins, en þau eru öll á tveimur hæðum og eru yfir 200 fm að stærð.

Bakkavör 44

Við Bakkavör á Seltjarnarnesi er að finna glæsilegt 295 fm parhús á tveimur hæðum sem reist var árið 1991. Eignin er björt með stórum gluggum sem hleypa mikilli birtu inn og veita glæsilegt útsýni yfir hafið, Reykjanesið og Esjuna. Ásett verð er 240 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Bakkavör 44

Eignin státar af þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum.
Eignin státar af þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Samsett mynd

Kinnargata 28

Í Urriðaholti í Garðabænum er að finna stílhreint 245 fm endaraðhús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2020, en það var Kristinn Ragnarsson sem sá um hönnun hússins. Falleg litapalletta með jarðtónum flæðir í gegnum eignina sem hefur verið innréttuð á afar smekklegan máta. Ásett verð er 194,9 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Kinnargata 28

Alls eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi í eigninni.
Alls eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi í eigninni. Samsett mynd

Sjónarvegur 2

Við Sjónarveg í Urriðaholti er að finna bjart 288 fm parhús á tveimur hæðum sem reist var árið 2021. Stórir gluggar og mikil lofthæð gefa eigninni mikinn sjarma, en hún býður upp á ýmsa möguleika með rúmgóðan 30 fm bílskúr og 70 fm óráðstöfuðu rými. Ásett verð er 179,9 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Sjónarvegur 2

Í eigninni eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Í eigninni eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Samsett mynd

Hálsaþing 12

Við Hálsaþing í Kópavogi er að finna skemmtileg 281 fm parhús á tveimur hæðum sem reist var árið 2007. Frá húsinu er fallegt útsýni yfir Elliðavatn, Esjuna og Bláfjöll. Útisvæði umhverfis eignina eru sérlega glæsileg, en að framanverðu er hellulögð og skjólgóð útiaðstaða með eldstæði. Á bak við húsið er svo snyrtileg timburverönd með heitum potti. Ásett verð er 179,8 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Háslaþing 12

Eignin státar af sjö herbergjum og þremur baðherbergjum.
Eignin státar af sjö herbergjum og þremur baðherbergjum. Samsett mynd

Hvassaleiti 50

Við Hvassaleiti í Reykjavík stendur vandað 325 fm parhús á þremur hæðum sem var byggt árið 1986. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og á gólfum er eikarparket með fiskibeinamynstri sem gefur eigninni skemmtilegan karakter. Í húsinu eru fimm svefnherbergi, þar af tvö sérlega rúmgóð herbergi í kjallara, annars vegar 25 fm og hins vegar 35 fm. Ásett verð er 178 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hvassaleiti 50

Alls eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi í eigninni.
Alls eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi í eigninni. Samsett mynd
mbl.is