Villa í verk­falls­boðun veldur veseni í Vest­manna­eyjum

Kjaraviðræður | 19. maí 2023

Villa í verk­falls­boðun veldur veseni í Vest­manna­eyjum

Villa í orðalagi í verkfallsboðun vegna verkfalls hafnarstarfsmanna í Vestmannaeyjum hjá BSRB veldur því að hafnarverðir fara í verkfall tvo af þremur dögum sem lagt var upp með.

Villa í verk­falls­boðun veldur veseni í Vest­manna­eyjum

Kjaraviðræður | 19. maí 2023

Horft yfir Vestmannaeyjar.
Horft yfir Vestmannaeyjar. mbl.is/Árni Sæberg

Villa í orðalagi í verkfallsboðun vegna verkfalls hafnarstarfsmanna í Vestmannaeyjum hjá BSRB veldur því að hafnarverðir fara í verkfall tvo af þremur dögum sem lagt var upp með.

Villa í orðalagi í verkfallsboðun vegna verkfalls hafnarstarfsmanna í Vestmannaeyjum hjá BSRB veldur því að hafnarverðir fara í verkfall tvo af þremur dögum sem lagt var upp með.

Í stað þess að fara í verkfall í þrjá fimmtudaga, 25. maí, 1. júní og 8. júní fara hafnarverðir í verkfall í tvo fimmtudaga.

„Þetta munaði einhverri setningu til eða frá og það er náttúrulega bara eins og það er, það var bara óeðlilegt eða ekki rétt boðað. En bara sást ekki fyrr en of seint,“ segir Unnur Sigmarsdóttir formaður STAVEY, Starfsmannafélags Vestmannaeyja í samtali við mbl.is.

Hún segir breytinguna ekki hafa nein áhrif önnur en þau að seinkun verði á aðgerðum hafnarstarfsmanna.  

„Þú þarft að boða með ákveðinni tímasetningu, frá miðnætti ákveðins dags til miðnættis annars dags og það var einhver prentvilla í því, en hitt var allt rétt. Það er fólk frá mér að fara í verkfall í næstu viku, 22., 23. og 25. í leikskólum og hafnarstarfsmenn áttu líka að fara einn dag en það frestast um einn dag,“ segir Unnur.

mbl.is