Friðrik Ómar selur íbúð með mikilli lofthæð

Heimili | 21. maí 2023

Friðrik Ómar selur íbúð með mikilli lofthæð

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson hefur sett glæsilega íbúð sína við Frakkastíg á sölu. Íbúðín er 90 fm að stærð og býr yfir mörgum töfrandi eiginleikum. Einn af þeim er hvað það er hátt til lofts í íbúðinni en lofthæðin er 2,85 cm. 

Friðrik Ómar selur íbúð með mikilli lofthæð

Heimili | 21. maí 2023

Friðrik Ómar Hjörleifsson.
Friðrik Ómar Hjörleifsson. mbl.is/​Hari

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson hefur sett glæsilega íbúð sína við Frakkastíg á sölu. Íbúðín er 90 fm að stærð og býr yfir mörgum töfrandi eiginleikum. Einn af þeim er hvað það er hátt til lofts í íbúðinni en lofthæðin er 2,85 cm. 

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson hefur sett glæsilega íbúð sína við Frakkastíg á sölu. Íbúðín er 90 fm að stærð og býr yfir mörgum töfrandi eiginleikum. Einn af þeim er hvað það er hátt til lofts í íbúðinni en lofthæðin er 2,85 cm. 

Friðrik Ómar er mikill smekkmaður og hefur komið sér vel fyrir. Búið er að endurnýja íbúðina mikið.

Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting og er eldavélin á eyju fyrir framan. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með dökkgráum náttúruflísum. 

Tónlistarmaðurinn leggur mikið upp úr því að hafa fallegt í kringum sig en fyrir nokkrum árum var hann gestur í Heimilislífi. Í íbúðinni við Frakkastíg er að finna sömu húsgögn - bara í öðru umhverfi. 

Af fasteignavef mbl.is: Frakkastígur 14

mbl.is