Ragnar hannaði eldhús með glamúrbar

Heimili | 21. maí 2023

Ragnar hannaði eldhús með glamúrbar

Ragnar Sigurðsson, innanhússarkitekt FHI, hannaði innréttingar í glæsilegt hús í Garðabæ. Hann tók við verkefninu áður en smíði hófst og gat þar með komið til móts við allar óskir eigenda sem og hannað heildarupplifunina í húsinu.

Ragnar hannaði eldhús með glamúrbar

Heimili | 21. maí 2023

Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. Ljósmynd/Kári Sverriss

Ragnar Sigurðsson, innanhússarkitekt FHI, hannaði innréttingar í glæsilegt hús í Garðabæ. Hann tók við verkefninu áður en smíði hófst og gat þar með komið til móts við allar óskir eigenda sem og hannað heildarupplifunina í húsinu.

Ragnar Sigurðsson, innanhússarkitekt FHI, hannaði innréttingar í glæsilegt hús í Garðabæ. Hann tók við verkefninu áður en smíði hófst og gat þar með komið til móts við allar óskir eigenda sem og hannað heildarupplifunina í húsinu.

Hugmynd eigenda var að búa til fjölskylduhús sem heldur vel utan um alla fjölskyldumeðlimi. Húsið er allt mjög opið með góðum gluggum sem hleypa birtunni vel inn í húsið. Þau vildu sígilda hönnun á húsinu, að innan sem utan,“ segir Ragnar um óskir eigenda.

„Ég tók verkefnið að mér áður en grafið var fyrir sökklum, sem er mjög hentugt þar sem við gátum kastað á milli hugmyndum varðandi hönnun og skipulag á húsinu áður en smíði hófst,“ segir Ragnar en hann hannaði allar innréttingar í húsinu en með því að fara þá leið skapast gott flæði á milli rýma.

Eyjan er hjarta heimilisins.
Eyjan er hjarta heimilisins. Ljósmynd/Kári Sverriss

Eyjan er miðpunkturinn

Eldhúsið er hjarta heimilisins þar sem opið er inn í borðstofu og stofu. Dökkbæsuð eik varð fyrir valinu á innréttingarnar. Hugað var vel að öllu efnisvali og samspili í húsinu. „Það eru hlýir tónar í viðnum á móti kaldari tónum í öðrum efnum eins og borðplötum. Gólfin eru flotuð og svo erum við með strigaveggfóður á veggjum í forstofu og eldhúsi og brassið fær að njóta sín í höldum á skápum. Allt er þetta svo toppað með réttri lýsingu.“

Hvað gerir það fyrir rýmið að nota ljósan stein á eyjuna á móti dökkbæsaðri eikinni?

„Þar var ég að vinna með svo fallegan stein sem nýtur sín vel með dekkri tónum á móti, það ýkir upp lífið í honum og gerir hann að einskonar miðpunkti alrýmis. Eyjan er líka vel upplýst sem gefur tóninn í rýminu. Steinninn heitir „Superwhite quartzite“ og er kvartssteinn. Hann þolir vel álag og hita, blettast ekki eins auðveldlega og marmarinn gerir en er ekki síður fallegur.“

Innréttingin í forstofunni er í stíl við eldhúsið. Strigaveggfóðrið kemur …
Innréttingin í forstofunni er í stíl við eldhúsið. Strigaveggfóðrið kemur skemmtilega út við forstofubekkinn. Ljósmynd/Kári Sverriss

Vínskápurinn er skemmtilegur, hver var hugmyndin þar?

„Þetta er svona glamúrbar í eldhúsinu, speglar og góð lýsing. Eldhúsið er opið út í borðstofu og stofu, þannig að ég hannaði þetta sem skemmtilega tengingu á milli rýma. Það að hafa ekki skúffur alveg upp að borðplötu gerir þetta að meiri stofuskáp. Fyrstu hugmyndirnar voru að þetta væri vinnuskápur með fellihurðum, þar sem hægt er að koma fyrir hrærivél og öðrum tækjum. Þar sem eldhúsið er í stærra lagi og með stóru þvottahúsi beint við hliðina þá nýtist það sem aukaeldhús eða búr og við gátum leikið okkur með þessa „mublu“ þar sem hún stendur.“

Ljós steinn vegur upp á móti dökkum viðnum.
Ljós steinn vegur upp á móti dökkum viðnum. Ljósmynd/Kári Sverriss

Loftið fær að njóta sín

Ragnar ákvað að tengja ekki innréttinguna loftinu til þess að leyfa hallanum að njóta sín en hátt er til lofts í húsinu. „Flöturinn á milli er málaður. Það eru spónlagðir bitar í loftinu með innfelldri lýsingu á milli sem lítið ber á, auk þess er þar efni sem bætir hljóðvist, sem er mjög mikilvægt þegar kemur að hönnun innanhúss og virðist oft gleymast. Loftið fær því að njóta sín sem ein heild. Það er samt gott ráð til að láta lofthæðina líta út fyrir að vera hærri að hafa frontana á eldhúsinnréttingunni alveg upp að lofti. Þess var ekki þörf þarna þar sem rýmið er áberandi stórt.“

Ragnar kom snemma að verkinu og þar með var hægt …
Ragnar kom snemma að verkinu og þar með var hægt að hanna skipulagið eftir þörfum eigenda. Ljósmynd/Kári Sverris

Er þessi dökki viður með notalegri stemningu að koma aftur?

„Ég vinn mikið með jarðliti, sem gera notalega stemningu. Hvort sem það eru dökkir eða ljósir jarðlitir, brúntóna. Allt fer þetta eftir því hvað hentar hverju rými en brúnn klikkar ekki þegar kemur að því að gera notalega stemningu. Hvítt og svart er fallegt í bland við aðra hlýrri tóna en á að mínu mati ekki að vera allsráðandi, heldur styðja við aðra liti sem hafa meiri karakter.“

Hvernig tengjast aðrar innréttingar eldhúsinu og heildarupplifuninni?

„Heildarhönnun á húsinu tekur mið af og tillit til þess sem er að gerast í öðrum rýmum, líka utandyra og jafnvel í nærumhverfinu. Mér finnst alltaf gaman að tengja náttúruna inn í hönnunina. Þetta þarf allt að haldast í hendur,“ segir Ragnar ánægður með útkomuna.

Svona leit húsið út fokhelt.
Svona leit húsið út fokhelt.
mbl.is