Ástandið bitnar verst á lágtekjufólki

Húsnæðismarkaðurinn | 22. maí 2023

Ástandið bitnar verst á lágtekjufólki

Monika Hjálmtýsdóttir, nýkjörinn formaður Félags fasteignasala, segir hægagang í fasteignasölu oft verða vegna þess að keðja af kaupendum og seljendum brestur þegar síðasti hlekkurinn stenst ekki greiðslumat. Erfitt sé fyrir lágtekjufólk að komast inn á fasteignamarkaðinn.

Ástandið bitnar verst á lágtekjufólki

Húsnæðismarkaðurinn | 22. maí 2023

Monika Hjálmtýsdóttir, nýkjörinn formaður Félags fasteignasala.
Monika Hjálmtýsdóttir, nýkjörinn formaður Félags fasteignasala. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Monika Hjálmtýsdóttir, nýkjörinn formaður Félags fasteignasala, segir hægagang í fasteignasölu oft verða vegna þess að keðja af kaupendum og seljendum brestur þegar síðasti hlekkurinn stenst ekki greiðslumat. Erfitt sé fyrir lágtekjufólk að komast inn á fasteignamarkaðinn.

Monika Hjálmtýsdóttir, nýkjörinn formaður Félags fasteignasala, segir hægagang í fasteignasölu oft verða vegna þess að keðja af kaupendum og seljendum brestur þegar síðasti hlekkurinn stenst ekki greiðslumat. Erfitt sé fyrir lágtekjufólk að komast inn á fasteignamarkaðinn.

„Það er búið að útiloka ákveðinn hóp kaupenda út af því að það er miklu erfiðara að kaupa. Það er miklu stífara að komast í gegnum greiðslumat af því að þú reiknar hvað þú ert að greiða í afborganir af lánum, fleiri hundruð þúsund, sem var kannski 100% minna fyrir ári í afborgunum. Það er búið að skera mikið af kaupendahópnum,“ segir Monika.

Hún segir að lágtekjufólk verði verst fyrir barðinu á ástandinu á fasteignamarkaði. „Því það stenst ekki greiðslumat. Það er stór hópur sem á ekki möguleika. Þess vegna er þessi hægagangur,“ segir hún.

Hún segir að fyrir utan erfið skilyrði velti fólk því fyrir sér hvort stýrivextir muni lækka og hvort þetta sé góður tími til að kaupa eða selja.

Þrátt fyrir þetta sé hreyfing á markaðnum, þó ferlið gangi oft hægar fyrir sig. Oft þegar einhver í keðjunni stenst ekki greiðslumat þurfi einfaldlega að bíða eftir nýjum kaupanda inn í ferlið. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is