Brigsla Úkraínumönnum um skemmdarverk

Úkraína | 22. maí 2023

Brigsla Úkraínumönnum um skemmdarverk

Úkraínsk stjórnvöld vísuðu því í dag alfarið á bug að skyndileg skemmdarverkaárás á rússnesku landsvæði væri á þeirra ábyrgð. Var árásin gerð við Belgorod-kafla landamæra ríkjanna en frá Moskvu bárust í dag þau tíðindi að Rússar ættu í höggi við hóp skemmdarverkamanna sem komið hefði yfir til Rússlands frá Úkraínu.

Brigsla Úkraínumönnum um skemmdarverk

Úkraína | 22. maí 2023

Tjón í Belgorod eftir sprengingu þar í apríl. Rússar kenna …
Tjón í Belgorod eftir sprengingu þar í apríl. Rússar kenna Úkraínumönnum nú um ný skemmdarverk þar en þeir neita. AFP/VV Gladkov

Úkraínsk stjórnvöld vísuðu því í dag alfarið á bug að skyndileg skemmdarverkaárás á rússnesku landsvæði væri á þeirra ábyrgð. Var árásin gerð við Belgorod-kafla landamæra ríkjanna en frá Moskvu bárust í dag þau tíðindi að Rússar ættu í höggi við hóp skemmdarverkamanna sem komið hefði yfir til Rússlands frá Úkraínu.

Úkraínsk stjórnvöld vísuðu því í dag alfarið á bug að skyndileg skemmdarverkaárás á rússnesku landsvæði væri á þeirra ábyrgð. Var árásin gerð við Belgorod-kafla landamæra ríkjanna en frá Moskvu bárust í dag þau tíðindi að Rússar ættu í höggi við hóp skemmdarverkamanna sem komið hefði yfir til Rússlands frá Úkraínu.

„Úkraína fylgist grannt með atburðum í Belgorod í Rússlandi og kynnir sér ástandið en á þar ekki hlut að máli,“ segir Mikhaílo Podoljak, ráðgjafi Úkraínuforseta, um skemmdarverkin sem Rússar greina frá.

Hægt að kaupa skriðdreka vandkvæðalaust

Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Úkraínumenn sverja af sér sakir vegna skemmdarverkaásakana Rússa en Rússar halda því fram, um atburði dagsins, að hersveitir þeirra reyni nú að „útrýma“ árásarmönnunum meintu. Kveðst Podoljak ráðgjafi telja að vel sé hugsanlegt að þarna séu rússneskir skæruliðahópar að verki.

„Eina stjórnmálaaflið sem virkilega getur látið til sín taka í einræðisríki sem stjórnað er með harðri hendi eru vopnaðar skæruliðasveitir,“ segir hann og bætir við: „Eins og er á almannavitorði er hægt að kaupa skriðdreka hjá hvaða rússnesku hernaðarvöruverslun sem er og neðanjarðarskæruliðasveitir eru mannaðar rússneskum ríkisborgurum.“

Halda rússnesk stjórnvöld því fram að skemmdarverkin hafi verið að undirlagi Úkraínumanna og tilgangur þeirra verið að beina athyglinni frá atökunum í borginni Bakhmút í kjölfar þess er Rússar lýstu því yfir um helgina að borgin væri á þeirra valdi. Þessu vísa stjórnvöld í Kænugarði á bug.

mbl.is