Glæsihús við Hrólfsskálavör selt á 335 milljónir

Heimili | 22. maí 2023

Glæsihús við Hrólfsskálavör selt á 335 milljónir

Við Hrólfsskálavör 8 á Seltjarnarnesi stendur glæsilegt einbýlishús sem byggt var 1979. Húsið er 323 fm að stærð. Fasteignamat hússins er 165.550.000 kr. en það var selt 30. mars á 335.000.000 kr. 

Glæsihús við Hrólfsskálavör selt á 335 milljónir

Heimili | 22. maí 2023

Við Hrólfsskálavör 8 stendur glæsilegt einbýli sem byggt var 1979.
Við Hrólfsskálavör 8 stendur glæsilegt einbýli sem byggt var 1979. Ljósmynd/Samsett

Við Hrólfsskálavör 8 á Seltjarnarnesi stendur glæsilegt einbýlishús sem byggt var 1979. Húsið er 323 fm að stærð. Fasteignamat hússins er 165.550.000 kr. en það var selt 30. mars á 335.000.000 kr. 

Við Hrólfsskálavör 8 á Seltjarnarnesi stendur glæsilegt einbýlishús sem byggt var 1979. Húsið er 323 fm að stærð. Fasteignamat hússins er 165.550.000 kr. en það var selt 30. mars á 335.000.000 kr. 

Nýir eigendur hússins eru Sigríður Marta Harðardóttir lögfræðingur og Guðbergur Geir Erlendsson tölvunarfræðingur. Sigríður Marta opnaði á dögunum verslunina Elley en hún selur notaðan fatnað til styrktar Kvennaathvarfinu. Verslunin er rekin með sjálfboðaliðastarfi. Sigríður Marta og Guðbergur Geir keyptu húsið af Ólöfu Elínu Gunnlaugsdóttur og Stefáni Má Stefánssyni. Þau festu kaup á húsi við Blikanes í Garðabæ en hafa nú sett það glæsihús á sölu. 

Það mun ekki fara illa um Sigríði Mörtu og Guðberg Geir því í húsinu við Hrólfsskálavör eru alls sjö herbergi og þrjú baðherbergi. Úr húsinu er stutt í náttúruna og hægt að fara út í garð ef fólk þráir að synda í Atlantshafinu. 

mbl.is