„Já. Ég held að ég þurfi hjálp“

Dagmál | 22. maí 2023

„Já. Ég held að ég þurfi hjálp“

Eitt vinsælasta sjónvarpsefni meðal grunnskólakrakka, þegar kemur að íþróttum, er án efa úrslitin í Skólahreysti. Þar leiða saman hesta sína lið úr flestum grunnskólum landsins og eru úrslitaþættirnir í beinni útsendingu RÚV.

„Já. Ég held að ég þurfi hjálp“

Dagmál | 22. maí 2023

Eitt vinsælasta sjónvarpsefni meðal grunnskólakrakka, þegar kemur að íþróttum, er án efa úrslitin í Skólahreysti. Þar leiða saman hesta sína lið úr flestum grunnskólum landsins og eru úrslitaþættirnir í beinni útsendingu RÚV.

Eitt vinsælasta sjónvarpsefni meðal grunnskólakrakka, þegar kemur að íþróttum, er án efa úrslitin í Skólahreysti. Þar leiða saman hesta sína lið úr flestum grunnskólum landsins og eru úrslitaþættirnir í beinni útsendingu RÚV.

Andrés Guðmundsson kraftakarl átti hugmyndina að Skólahreysti og byggði og hannaði þrautabrautirnar og tækin sem notuð eru. Hann viðurkennir að nú sé þetta orðið þyngra í vöfum og þá aðallega fjárhagslega. Fleiri starfsmenn þurfi að ráða til halda utan um mótin. Fram til þessa hafa fyrirtækin Toyota og Landsbankinn og framan af Mjólkursamsalan verið hans helstu bakjarlar en stuðningur frá hinu opinbera hefur ekki verið í boði. „Mér er alltaf klappað á bakið og hrósað,“ segir Andrés.

Hann vitnar til þess að aldurinn sé að færast yfir og heilsan hjá Andrési hefur farið versnandi. „Já. Ég held að ég þurfi hjálp,“ svarar hann aðspurður um hvort hann sé að biðja um hjálp. Engin fjárhagsleg aðstoð hefur verið í boði frá hinu opinbera þó að oft hafi verið eftir því leitað.

Draumur Andrésar er að setja upp þriggja til fimm ára áætlun, með til dæmis menntamálaráðuneyti, ÍSÍ og öðrum þeim sem fara með mennta– og íþróttamál í landinu. Sjö af hverjum tíu grunnskólum bjóða upp á Skólahreysti sem valfag í námsskrá og Andrés hefur sannreynt að íþróttakennara sárvantar efni og upplýsingar fyrir það námsefni. Hann hefur hins vegar ekki haft tíma eða fjármagn til að fara í skólana og verða við þessari beiðni.

Andrés er gestur Dagmála í dag og ræðir þar um tilurð og framgang Skólahreysti. Hann er kominn á þann stað með verkefnið að nú þarf aðstoð frá hinu opinbera til að gera það sem nauðsynlegt er til að tryggja framgang Skólahreysti.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is