Leiga stúdenta hækkar

Húsnæðismarkaðurinn | 22. maí 2023

Leiga stúdenta hækkar

Leigugrunnur íbúða og herbergja á Stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta mun hækka um 2% frá og með 1. september næstkomandi. Hækkunin er sögð tilkomin vegna aukins rekstrarkostnaðar. Þá hefur afkoma af leigustarfseminni ekki dugað til að standa undir nauðsynlegu viðhaldi.

Leiga stúdenta hækkar

Húsnæðismarkaðurinn | 22. maí 2023

Félagsstofnun stúdenta rekur m.a. Skuggagarða við Lindargötu.
Félagsstofnun stúdenta rekur m.a. Skuggagarða við Lindargötu. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Leigugrunnur íbúða og herbergja á Stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta mun hækka um 2% frá og með 1. september næstkomandi. Hækkunin er sögð tilkomin vegna aukins rekstrarkostnaðar. Þá hefur afkoma af leigustarfseminni ekki dugað til að standa undir nauðsynlegu viðhaldi.

Leigugrunnur íbúða og herbergja á Stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta mun hækka um 2% frá og með 1. september næstkomandi. Hækkunin er sögð tilkomin vegna aukins rekstrarkostnaðar. Þá hefur afkoma af leigustarfseminni ekki dugað til að standa undir nauðsynlegu viðhaldi.

„Haldið hefur verið aftur af hækkunum síðastliðin ár en mikilvægt er að leiðrétta reksturinn og er þetta skref í átt til þess,“ segir í tilkynningu frá Félagsstofnun stúdenta sem er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun. Bent er á að haldið hafi verið aftur af hækkunum leigunnar árum saman en nú sé mikilvægt að bæta rekstur stofnunarinnar.

mbl.is