„Það koma nætur þar sem ég græt mig í svefn“

Kardashian | 22. maí 2023

„Það koma nætur þar sem ég græt mig í svefn“

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian viðurkennir að uppeldi barnanna sinna sé eitt það mest krefjandi en um leið mest gefandi í lífinu. Hún ræddi um ringulreiðina sem fylgir því að vera einstæð móðir í væntanlegum hlaðvarpsþætti On Purpose with Jay Shetty

„Það koma nætur þar sem ég græt mig í svefn“

Kardashian | 22. maí 2023

Kim Kardashian ásamt dóttur sinni North West.
Kim Kardashian ásamt dóttur sinni North West. KEVORK DJANSEZIAN

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian viðurkennir að uppeldi barnanna sinna sé eitt það mest krefjandi en um leið mest gefandi í lífinu. Hún ræddi um ringulreiðina sem fylgir því að vera einstæð móðir í væntanlegum hlaðvarpsþætti On Purpose with Jay Shetty

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian viðurkennir að uppeldi barnanna sinna sé eitt það mest krefjandi en um leið mest gefandi í lífinu. Hún ræddi um ringulreiðina sem fylgir því að vera einstæð móðir í væntanlegum hlaðvarpsþætti On Purpose with Jay Shetty

Kardashian á fjögur börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, Kanye West – dæturnar North sem er 9 ára og Chicago sem er 5 ára, og synina Saint sem er 7 ára og Psalm sem er 4 ára.

„Það koma nætur þar sem ég græt mig í svefn,“ sagði Kardashian í þættinum, en hún líkir ástandinu sem oft er á heimilinu við hvirfilbyl. Hún lagði þó áherslu á að jafnvel í mestu óreiðunni væri þetta samt „besta ringulreiðin“.

„Þú ert aldrei tilbúin“

„Þetta er mest gefandi starf í heiminum. Það er það. Það er ekkert sem getur undirbúið þig. Mér er alveg sama hversu lengi þú bíður. Mér er alveg sama eftir hverju þú ert að bíða. Þú ert aldrei tilbúin,“ bætti hún við. 

Kardashian hefur talað opinskátt um hve krefjandi það hefur verið að ala börnin sín upp með West, en hann hefur verið á milli tannanna á fólki undanfarna mánuði vegna umdeildrar hegðunar og ummæla hans.

mbl.is