Tóku ekki nægilega mikla afstöðu með þolendum kynferðisofbeldis

Dagmál | 22. maí 2023

Tóku ekki nægilega mikla afstöðu með þolendum kynferðisofbeldis

„Þetta er líka spurning um það hvað þú sért tilbúin að standa fyrir,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistarinn og körfuboltakonan, Embla Kristínardóttir, í Dagmálum.

Tóku ekki nægilega mikla afstöðu með þolendum kynferðisofbeldis

Dagmál | 22. maí 2023

„Þetta er líka spurning um það hvað þú sért tilbúin að standa fyrir,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistarinn og körfuboltakonan, Embla Kristínardóttir, í Dagmálum.

„Þetta er líka spurning um það hvað þú sért tilbúin að standa fyrir,“ sagði nýkrýndur Íslandsmeistarinn og körfuboltakonan, Embla Kristínardóttir, í Dagmálum.

Embla, sem er 27 ára gömul, á að baki 21 A-landsleik fyrir Ísland en árið 2018 hætti hún að gefa kost á sér í landsliðið.

Ástæðan var sú að hún vildi ekki leika fyrir landslið Íslands á meðan dæmdir kynferðisbrotamenn voru valdir í landslið KKÍ. 

„Mín ákvörðun að taka ekki þátt í þessum leikjum var ekki erfið,“ sagði Embla.

„KKÍ var ekki að taka nægilega vel á þessum kynferðisbrotamálum og mér fannst sambandið ekki taka nægilega mikla afstöðu með þolendum kynferðisofbeldis,“ sagði Embla meðal annars.

Viðtalið við Emblu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Embla Kristínardóttir á að baki 21 A-landsleik fyrir Ísland.
Embla Kristínardóttir á að baki 21 A-landsleik fyrir Ísland. Ljósmynd/FIBA
mbl.is