Wagner-liðar yfirgefi borgina 1. júní

Úkraína | 22. maí 2023

Wagner-liðar yfirgefi borgina 1. júní

Jev­gení Prigó­sjín, yf­ir­maður Wagner-liða rúss­neska hers­ins, greindi frá því í dag að allir Wagner-liðar munu yfirgefa úkraínsku borgina Bakhmút 1. júní. 

Wagner-liðar yfirgefi borgina 1. júní

Úkraína | 22. maí 2023

Skjáskot úr myndskeiði þar sem Wagner-liðar segjast hafa sölsað undir …
Skjáskot úr myndskeiði þar sem Wagner-liðar segjast hafa sölsað undir sig Bakhmút. AFP

Jev­gení Prigó­sjín, yf­ir­maður Wagner-liða rúss­neska hers­ins, greindi frá því í dag að allir Wagner-liðar munu yfirgefa úkraínsku borgina Bakhmút 1. júní. 

Jev­gení Prigó­sjín, yf­ir­maður Wagner-liða rúss­neska hers­ins, greindi frá því í dag að allir Wagner-liðar munu yfirgefa úkraínsku borgina Bakhmút 1. júní. 

Wagner-liðar tilkynntu á laugardag að þeim hefði tek­ist að sölsa und­ir sig borg­ina. Á sunnudag sagði Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti það ekki vera rétt.

Prigó­sjín greindi frá því á Telegram að málaliðar hefðu sett upp „varnarlínur“ á vestanverðum borgarmörkum Bakhmút. 

Þá sagði hann að málaliðar myndu byrja að yfirgefa borgina 25. maí og yrðu allir farnir 1. júní er rússneski herinn myndi taka yfir borgina. 

 

mbl.is