BSRB hafi knúið fram kjarasamning án launahækkunar

Kjaraviðræður | 23. maí 2023

BSRB hafi knúið fram kjarasamning án launahækkunar

Samband íslenskra sveitarfélaga (SNS) hefur gefið frá sér tilkynningu í kjölfar ummæla Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanns BSRB í Kastljósinu í gær. Þar segja þau kjarasamninga BSRB hafa verið efnda að fullu og að BSRB hafi ítrekað hafnað samningstilboðum, bæði í viðræðum árið 2020 og nú. 

BSRB hafi knúið fram kjarasamning án launahækkunar

Kjaraviðræður | 23. maí 2023

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður …
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samsett mynd

Samband íslenskra sveitarfélaga (SNS) hefur gefið frá sér tilkynningu í kjölfar ummæla Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanns BSRB í Kastljósinu í gær. Þar segja þau kjarasamninga BSRB hafa verið efnda að fullu og að BSRB hafi ítrekað hafnað samningstilboðum, bæði í viðræðum árið 2020 og nú. 

Samband íslenskra sveitarfélaga (SNS) hefur gefið frá sér tilkynningu í kjölfar ummæla Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanns BSRB í Kastljósinu í gær. Þar segja þau kjarasamninga BSRB hafa verið efnda að fullu og að BSRB hafi ítrekað hafnað samningstilboðum, bæði í viðræðum árið 2020 og nú. 

Í tilkynningu SNS er ítrekað að BSRB hafi boðist að undirrita fjögur samningstilboð árið 2020, þar sem kom skýrt fram að ný launatafla tæki gildi frá og með 1. janúar 2023. Um það snýst einmitt deila BSRB við SNS, en félagið fer fram á launaleiðréttingu þar sem félagsfólk Starfsgreinasambandsins (SGS) hlaut launahækkun í janúar, en félagsfólk BSRB ekki fyrr en í apríl. 

Minnast ekki umræðu um nýja launatöflu

Sonja ítrekaði í Kastljósi í gær að jafnréttislög kveði á um að fólki skuli hljóta jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og sé það á ábyrgð yfirmanna að tryggja að því sé framfylgt, hvað sem kjarasamningum líði.

BSRB telur því um launamisrétti að ræða og krefjast þess að fá launaleiðréttingu, því án hennar sé um 25 prósent launamismunur eftir félagi. Sonja Ýr segir BSRB ekki minnast umræðu um launatöflur í samningsviðræðum árið 2020, en í tilkynningu SNS segir það hafa verið tekið skýrt fram á sínum tíma. 

BSRB hafnað tveimur tilboðum um launahækkanir

Í tilkynningu SNS segir að forystu BSRB hafi verið bent á í fyrirliggjandi tölvupóstum, frá árinu 2020, að höfnun á tilboði um sama samning og SGS, yrði til þess að félagsfólk BSRB hlyti ekki sömu launahækkun og félagsfólk SGS 1. janúar 2023. 

„Þrátt fyrir ábendingar SNS knúði BSRB fram styttri kjarasamning sem var án launahækkunar félagsmanna frá og með 1. janúar 2023.“

Þá segir einnig í tilkynningu í SNS að sambandið hafi nú lagt fram tvö kjarasamningstilboð  sem BSRB hafi hafnað. Fyrra tilboðið lagði til 8.78 prósent hækkun grunnlauna, sem er að sögn SNS hærri hlutfallshækkun launa en forysta BSRB hefur nú þegar samið um við aðra opinbera vinnuveitendur, en seinna tilboðið lagði einnig til hækkun á lægstu launaflokkum kjarasamningsins.

mbl.is