Fær ekki að borga fyrir lögregluvernd úr eigin vasa

Kóngafólk í fjölmiðlum | 23. maí 2023

Fær ekki að borga fyrir lögregluvernd úr eigin vasa

Harry Bretaprins fær ekki að borga sjálfur fyrir lögregluvernd sína í Bretlandi samkvæmt úrskurði breskra dómstóla. Harry missti rétt sinn á lögregluvernd þegar hann sagði sig frá konunglegum skyldum sínum.

Fær ekki að borga fyrir lögregluvernd úr eigin vasa

Kóngafólk í fjölmiðlum | 23. maí 2023

Harry og Meghan verða líklega án lögregluverndar á ferðum sínum …
Harry og Meghan verða líklega án lögregluverndar á ferðum sínum í Bretlandi. AFP

Harry Bretaprins fær ekki að borga sjálfur fyrir lögregluvernd sína í Bretlandi samkvæmt úrskurði breskra dómstóla. Harry missti rétt sinn á lögregluvernd þegar hann sagði sig frá konunglegum skyldum sínum.

Harry Bretaprins fær ekki að borga sjálfur fyrir lögregluvernd sína í Bretlandi samkvæmt úrskurði breskra dómstóla. Harry missti rétt sinn á lögregluvernd þegar hann sagði sig frá konunglegum skyldum sínum.

Lögfræðingar Harrys fóru fram á að mál hans þar sem hann bauðst til þess að fjármagna sjálfur lögregluvernd fyrir sig og fjölskyldu sína þegar þau heimsóttu Bretland yrði tekið upp aftur. Lögfræðingar innanríkisráðuneytis Bretlands höfðu áður lagst gegn hugmyndinni um að leyfa auðmönnum að kaupa sér öryggisvörslu frá lögreglunni. Dómari úrskurðaði hins vegar að endurupptaka myndi ekki eiga sér stað.

Úrskurðurinn kominn fyrir eftirförina

Kom úrskurðurinn í kjölfar eins dags dómsmeðferðar í Lundúnum í síðustu viku. Var hann kominn áður en Harry og Meghan Markle greindu frá eftirför sem þeim var veitt í New York-borg.

mbl.is