Hvað tekur við eftir „afsláttarárin“?

Alþingi | 23. maí 2023

Hvað tekur við eftir „afsláttarárin“?

„Þetta mál snýst um að flug til og frá Íslandi búi ekki við skerta samkeppnisstöðu vegna landfræðilegrar legu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Hvað tekur við eftir „afsláttarárin“?

Alþingi | 23. maí 2023

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Samsett mynd

„Þetta mál snýst um að flug til og frá Íslandi búi ekki við skerta samkeppnisstöðu vegna landfræðilegrar legu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

„Þetta mál snýst um að flug til og frá Íslandi búi ekki við skerta samkeppnisstöðu vegna landfræðilegrar legu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Á sameiginlegum blaðamannafundi Ursulu von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins og Katrínu í síðustu viku, kom fram að til­lit yrði tekið til sér­stöðu Íslands í fyr­ir­hugaðri lög­gjöf ESB um los­un­ar­heim­ild­ir flugferða. Ísland mun fá, árin 2025 og 2026, aukn­ar heim­ild­ir til að losa kolt­ví­sýr­ing í flugi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, sagði samkomulagið vera „gervisamkomulag“ sem breytti engu í raun. Hann spurði hvers vegna ráðherra kynnti málið á blaðamannafundi áður en það var tekið fyrir í sameiginlegu EES-nefndinni.

Þá spurði hann hvort málið yrði tekið fyrir í sameiginlegu EES-nefndinni og hvað tæki við eftir „afsláttarárin“.

Innbyggt endurskoðunarákvæði árið 2026

Katrín sagði að málið hafi verið tekið til umræðu í utanríkismálanefnd í gær. 

Þá sagði hún að hagsmunir Íslands snúast um að brúa bilið þar til sú ákvörðun verður endanlega tekin að allt flug út úr EES-svæðinu falli undir ETS-kerfið. 

„Sá sameiginlegi skilningur sem ég og Ursula von der Leyen kynntum hér á blaðamannafundi — og raunar tók ég þar fram að það mál ætti að sjálfsögðu eftir að ræðast bæði hér á Alþingi, inni í utanríkismálanefnd og á réttum stöðum — þá getur Ísland framlengt núverandi kerfi endurgjaldslausra losunarheimilda út árið 2026, þar til þessi kerfisbreyting verður innan Evrópu.“

Katrín sagði að innbyggt sé endurskoðunarákvæði árið 2026, „sem varðar veginn í viðræðum um næstu breytingar“.

Hún sagði það alltaf hafa legið fyrir af hennar hálfu að Íslendingar taki undir sjónarmið ESB um að draga úr losun frá flugi. 

Ríkisstjórnin látið plata sig 

Sigmundur sagði þá að það sé ekki annað að sjá en að ríkisstjórnin væri að láta plata sig og að erfitt verði að semja við ESB, „þegar búið er að festa okkur í þessa hlekki“.

Katrín sagði í svari sínu að með samkomulaginu liggi fyrir viðurkenning á sérstöðu Íslands, og að sú viðurkenning muni liggja jafnmikið fyrir ef einhverjar breytingar verða á áformum ESB. 

mbl.is