Ráð til að létta á greiðslubyrðinni

Vextir á Íslandi | 23. maí 2023

Ráð til að létta á greiðslubyrðinni

Vextir hafa hækkað með þeim afleiðingum að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er umtalsvert meiri en áður. Af þessu leiðir að lántakar sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir munu margir þurfa að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur.

Ráð til að létta á greiðslubyrðinni

Vextir á Íslandi | 23. maí 2023

Greiðslubyrði íbúðalána hefur hækkað.
Greiðslubyrði íbúðalána hefur hækkað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vextir hafa hækkað með þeim afleiðingum að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er umtalsvert meiri en áður. Af þessu leiðir að lántakar sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir munu margir þurfa að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur.

Vextir hafa hækkað með þeim afleiðingum að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er umtalsvert meiri en áður. Af þessu leiðir að lántakar sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir munu margir þurfa að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur.

Í umfjöllun á vef Landsbankans kemur fram, að frá árslokum 2020 hafi stýrivextir hækkað og í kjölfarið breytilegir vextir á íbúðalánum, sem hafi hækkað úr 3,3% í 9% á þessu tímabili. Þannig sé greiðslubyrði af 30 milljóna króna íbúðaláni til 20 ára, sem var 171.000 krónur þegar vextir voru 3,3%, núna 270.000 krónur.

Bent er á að hækkun af þessu tagi geti valdið talsverðum óþægindum, en það sé þó ýmislegt hægt að gera til að lækka greiðslubyrðina.

Í umfjöllun bankans eru veitt ráð um hvað hægt sé að gera til að greiðslubyrði lækki. 

mbl.is