Gantaðist með hugmyndina um „vonda verktakann“

Húsnæðismarkaðurinn | 24. maí 2023

Gantaðist með hugmyndina um „vonda verktakann“

Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks gantaðist með hugmyndina um „vonda verktakann“ á ráðstefnu Viðreisnar um húsnæðismarkaðinn í dag. Hann benti þó á að mikið frumvæði í umhverfismálum sé að finna í röðum verktaka og ekki veitir af. Mannvirkjagerð er ábyrg fyrir 40% af allri kolefnislosun í heiminum.

Gantaðist með hugmyndina um „vonda verktakann“

Húsnæðismarkaðurinn | 24. maí 2023

Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks á fundi Viðreisnar um húsnæðismarkaðinn
Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks á fundi Viðreisnar um húsnæðismarkaðinn mbl.is/Þorlákur

Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks gantaðist með hugmyndina um „vonda verktakann“ á ráðstefnu Viðreisnar um húsnæðismarkaðinn í dag. Hann benti þó á að mikið frumvæði í umhverfismálum sé að finna í röðum verktaka og ekki veitir af. Mannvirkjagerð er ábyrg fyrir 40% af allri kolefnislosun í heiminum.

Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks gantaðist með hugmyndina um „vonda verktakann“ á ráðstefnu Viðreisnar um húsnæðismarkaðinn í dag. Hann benti þó á að mikið frumvæði í umhverfismálum sé að finna í röðum verktaka og ekki veitir af. Mannvirkjagerð er ábyrg fyrir 40% af allri kolefnislosun í heiminum.

Aðspurður segir Gylfi að frumvæði byggingariðnarins birtist meðal annars í því að leggja æ meiri áherslu á umhverfisvottun íbúðarbygginga. Geirinn sé búinn að sameinast þverfaglega um að leita allra lausna í orkuskiptum og með því að skoða lífsferilsgreiningar bygginga.

Umhverfisvottun er eftirsótt

Gylfi vill ráðast róttækt í málið og bendir á að mestu kolefnislosun sé að finna í byggingarefninu sjálfu og vill að gerð sé breyting þar. Sjálfur er hann farinn að vinna með steypu sem er með 30% minni kolefnislosun en almennt gerist. Steypan er örlítið erfiðari í meðförum en það muni svo sannarlega um eitt svona skref.

Frumkvæði iðnaðarins skipti hér máli, en einnig kröfur kaupenda og regluverk framtíðar. Fólk gerir sér æ meira grein fyrir að umhverfismál eru í raun gæðamál. Sá sem kaupir umhverfisvottaða íbúð eða mannvirki veit að byggingin hefur farið í gegnum ákveðið gæðaferli og hefur á sér ákveðinn gæðastimpil.

Stíga þarf róttæk skref

Samkvæmt Gylfa er möguleg ástæða þess að ekki hefur verið stigið fastar til jarðar af opinberum aðilum sú að kolefnisfótspor byggingarefna er ekki reiknað inn í kolefnisfótspor Íslands.

Mannvirkjagerð er ábyrg fyrir um 40% af allri kolefnislosun í heiminum. Hér er búið að gera stórátak á síðasta ári. Fagaðilar búnir að tala saman. Búið að eyða nokkrum árum í greiningar. Stærsta losunin er í byggingarefni og er hægt að helminga þá losun fljótt. Hafa ber í huga að bara steypa er ábyrg fyrir 8% af allri kolefnislosun í heiminum en allt flug fyrir bara 4-5%

Gylfi telur líka að Íslendingar eigi að huga betur að heildarorkubúskap húsnæðis. Við höfum notið góðs af ódýrri orku og alltof lítið hugsað út í þennan þátt ólíkt flestum öðrum þjóðum. Það sé alltaf umhverfismál að sporna gegn orkusóun.

mbl.is