Gjörólík staða miðað við önnur lönd

Vextir á Íslandi | 24. maí 2023

Gjörólík staða miðað við önnur lönd

Þrátt fyrir mikla hækkun nafnlauna hér á landi eru raunlaun byrjuð að lækka og mældist sú lækkun 1% á fyrsta ársfjórðungi. Til samanburðar var uppsöfnuð raunhækkun launa árin 2019-2021 um 8%. Þessi staða er gjörólík því sem sjá hefur mátt víða erlendis þar sem raunhækkunin var bæði minni frá 2019-2021 og þá hefur raunlækkunin verið mun meiri á síðasta ári.

Gjörólík staða miðað við önnur lönd

Vextir á Íslandi | 24. maí 2023

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. mbl.is/Hákon

Þrátt fyrir mikla hækkun nafnlauna hér á landi eru raunlaun byrjuð að lækka og mældist sú lækkun 1% á fyrsta ársfjórðungi. Til samanburðar var uppsöfnuð raunhækkun launa árin 2019-2021 um 8%. Þessi staða er gjörólík því sem sjá hefur mátt víða erlendis þar sem raunhækkunin var bæði minni frá 2019-2021 og þá hefur raunlækkunin verið mun meiri á síðasta ári.

Þrátt fyrir mikla hækkun nafnlauna hér á landi eru raunlaun byrjuð að lækka og mældist sú lækkun 1% á fyrsta ársfjórðungi. Til samanburðar var uppsöfnuð raunhækkun launa árin 2019-2021 um 8%. Þessi staða er gjörólík því sem sjá hefur mátt víða erlendis þar sem raunhækkunin var bæði minni frá 2019-2021 og þá hefur raunlækkunin verið mun meiri á síðasta ári.

Raunlækkunin núna er að hluta tilkomin núna vegna leiðréttingar sem kraftar hagfræðinnar komi í kring. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, þegar hann kynnti ritið Peningamál í morgun.

Raungildi launa haldist betur hér á landi

Þýðir þetta í raun að hér á landi hafi tekist að halda mun betur í raungildi launa heldur en í viðmiðunarlöndunum, en í kynningu sinni miðaði Þórarinn við Bandaríkin, Bretland, miðgildi 17 Evrópuland og svo Norðurlönd án Íslands.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin er úr Peningamálum var raunhækkun launa hæst hér á landi árin 2019-2021 í samanburði við alla þessa hópa. Þegar kom að síðasta ári lækkuðu raunlaun svo lítillega, en í öðrum samanburðarlöndum var lækkunin á bilinu 2,5% til rúmlega 4%, mest á hinum Norðurlöndunum.

Graf/Seðlabankinn


Tók Þórarinn fram að þessi þróun hér á landi væri gjörólík því sem væri að sjást erlendis og að nauðsynlegt væri að hafa þetta í huga þegar rætt væri um launaþróun hér.

Framleiðnin ekki haldið í við launahækkun

Sagði Þórarinn jafnframt að raunlaunahækkun hér hefði verið meiri en sem næmi framleiðniaukningu vinnuafls í landinu. Þannig hafi framleiðnin dregist saman árið 2022 á sama tíma og laun hækkuðu. Sagði hann að „þyngdarafl hagfræðinnar“ kæmi í veg fyrir að sú þróun gæti átt sér stað til lengdar og að leiðréttingin væri oft tekin út í gegnum raunlaunalækkun vegna verðbólgu. Það væri það sem væri að gerast hér á landi að einhverju leyti nú um stundir.

mbl.is