Guðný Lára hefur opnað 19 verslanir um allan heim síðustu ár

Framakonur | 24. maí 2023

Guðný Lára hefur opnað 19 verslanir um allan heim síðustu ár

Guðný Lára Árnadóttir tók nýverið við starfi sem rekstrarstjóri verslana hjá danska tískumerkinu Wood Wood. Undafarin ár hefur hún gegnt lykilhlutverki hjá hinu margrómaða tískuhúsi GANNI. Guðný Lára hefur þó farið vítt og breytt bæði í lífi og starfi. 

Guðný Lára hefur opnað 19 verslanir um allan heim síðustu ár

Framakonur | 24. maí 2023

Guðný Lára, kjóll frá GANNI og peysa frá Wood Wood.
Guðný Lára, kjóll frá GANNI og peysa frá Wood Wood. Samsett mynd

Guðný Lára Árnadóttir tók nýverið við starfi sem rekstrarstjóri verslana hjá danska tískumerkinu Wood Wood. Undafarin ár hefur hún gegnt lykilhlutverki hjá hinu margrómaða tískuhúsi GANNI. Guðný Lára hefur þó farið vítt og breytt bæði í lífi og starfi. 

Guðný Lára Árnadóttir tók nýverið við starfi sem rekstrarstjóri verslana hjá danska tískumerkinu Wood Wood. Undafarin ár hefur hún gegnt lykilhlutverki hjá hinu margrómaða tískuhúsi GANNI. Guðný Lára hefur þó farið vítt og breytt bæði í lífi og starfi. 

„Síðustu tvö ár er ég búin að opna 19 búðir um allan heim. Að vera alltaf á ferð og flugi er ótrúlega erfitt. Það halda allir að ég lifi einhverju rokkstjörnu lífi, en þetta er rosalega erfitt. Þú ert það fyrirtæki sem þú vinnur hjá. Þú ert alltaf í vinnunni og allir sem eru í þessum bransa tengja við þetta,“ segir Guðný Lára.

Tungumálaörðugleikar gerðu erfitt fyrir

Guðný opnaði meðal annars tvær verslanir í París á aðeins tveimur vikum. Auk þess var það í miðjum kórónuveirufaraldri.

„Það var mjög erfitt, en þar voru það aðallega tungumálaörðugleikar því maður er alltaf að vinna með byggingateymi. Það hefur eiginlega bjargað lífi mínu að ég elst upp á byggingasvæði hjá föður mínum, þannig að ég hef mjög gott auga fyrir því hvernig hlutirnir eiga að líta út og get séð ef það er verið að gera eitthvað vitlaust. En þarna í Frakklandi var bara ekkert rosalega mikið verið að hlusta á mig. Ég var náttúrulega verkstjórinn á staðnum og ef ég sagði eitthvað, þá var bara sagt já og svo var gert eitthvað allt annað,“ lýsir Guðný.

Endaði Guðný á að fá arkitekt frá GANNI sem talar frönsku til að vinna með sér. Eftir það breyttist allt og allt þróaðist í rétta átt.

Íslenskar framakonur í Danmörku segja sögu sína

Rætt er við Guðnýju í fyrsta þætti fjórðu þáttaraðar hlaðvarpsins Damerne først!, sem stjórnað er af Ástu Stefánsdóttur. Hlaðvarpið veitir innsýn í líf og störf íslenskra kvenna sem hafa haslað sér völl í atvinnulífinu í Danmörku. Í viðtalinu segir Guðný Lára frá þeirri áskorun sem það var að koma sér inn á danska vinnumarkaðinn og hvernig hún bar sig að við að byggja upp tengslanet í nýju samfélagi. 

Í þáttunum Damerne først!, sem eru orðnir 19 talsins, ræðir Ásta við konur sem gegna afar fjölbreyttum störfum í Danmörku, allt frá sendiherra yfir í heilsusálfræðing, kvikmyndaframleiðanda og prófessor í umhverfisverkfræði, svo eitthvað sé nefnt. Þættirnir eru liður í starfi Félags kvenna í atvinnulífinu í Danmörku.

mbl.is