Markaðsvirði Marel gæti verið miklu hærra

Dagmál | 24. maí 2023

Markaðsvirði Marel gæti verið miklu hærra

„Ég þekki ekki góð þjónustufyrirtæki sem eru metin á undir þrisvar sinnum veltu sína. Flest eru metin á sex sinnum veltu sína. Þrisvar sinnum veltan á þjónustutekjum Marel er hærri en markaðsvirði Marel þannig að augljóslega þurfum við að skýra okkar sögu betur.“

Markaðsvirði Marel gæti verið miklu hærra

Dagmál | 24. maí 2023

„Ég þekki ekki góð þjónustufyrirtæki sem eru metin á undir þrisvar sinnum veltu sína. Flest eru metin á sex sinnum veltu sína. Þrisvar sinnum veltan á þjónustutekjum Marel er hærri en markaðsvirði Marel þannig að augljóslega þurfum við að skýra okkar sögu betur.“

„Ég þekki ekki góð þjónustufyrirtæki sem eru metin á undir þrisvar sinnum veltu sína. Flest eru metin á sex sinnum veltu sína. Þrisvar sinnum veltan á þjónustutekjum Marel er hærri en markaðsvirði Marel þannig að augljóslega þurfum við að skýra okkar sögu betur.“

Þetta segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel í viðtali í Dagmálum. Hann var þar m.a. spurður út í hvort fyrirtækinu hefði ekki tekist nægilega vel upp í væntingastjórnun gagnvart markaðnum. Markaðsvirði félagsins er nú innan við helmingur af því sem það var þegar best lét í ágúst 2021. Markaðsvirðið nú er 335 milljarðar króna sem tryggir Marel enn verðugan sess sem verðmætasta félagið sem skráð er í Kauphöll Íslands.

360 eða 720 milljarðar?

Bendir Árni Oddur á að þjónustutekjur fyrirtækisins hafi numið 30 milljörðum króna á nýliðnum ársfjórðungi. Það jafngildi 120 milljörðum króna á ársgrundvelli. Þreföld sú fjárhæð er 360 milljarðar króna eða talsvert yfir núverandi markaðsvirði. Sé miðað við margfaldarann sex er upphæðin 720 milljarðar króna.

Árni Oddur segir að hvað sem öðru líði þá hafi fyrirtækið staðið við þau markmið sem sett hafi verið.

„Rauntölurnar tala sínu máli og þau mínu tala enn meira sínu máli þegar við náum okkar markmiðum. Track-record okkar er óumdeilt þegar við lítum yfir aðeins lengra tímabil. Við setjum árið 2006 markmið um að fara úr 130 milljónum í einn milljarð evra á 10 árum og að auka þjónustutekjur úr 10% í yfir 30%. Við náðum því ekki á 10 árum en við náðum því á 11 árum. Samt var þetta moon-shot target.“

Bendir Árni Oddur á að árið 2016 hafi fyrirtækið sett sér ný markamið og að þau felist í að umbylta matvælaiðnaði á heimsvísu. Vísar hann þar m.a. í innreið fyrirtækisins á markaðinn með plöntuprótín en í fyrra keypti Marel fyrirtækið Wenger á um 70 milljarða króna til þess að ná forskoti á keppinauta sína á því sviði.

Á undan samkeppninni

„Undirliggjandi er þörf á gríðarlegri framþróun í þessari atvinnugrein. við erum með 15 þúsund kjúklinga á klukkustund í einni línu sem fer svo í mismunandi línur sem við getum alltaf bætt og bætt. Fiskvinnsluna getum við bætt og bætt og bætt. Okkur hefur tekist að vera örlítið á undan samkeppninni og við ætlum að halda áfram að vera örlítið á undan samkeppninni á þessum sviðum,“ segir Árni Oddur.

Viðtalið við forstjóra Marel má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is