Prinsessan neitaði barni

Kóngafólk í fjölmiðlum | 24. maí 2023

Prinsessan neitaði barni

Katrín prinsessa olli ungum aðdáanda vonbrigðum á dögunum þegar hún neitaði að gefa honum eiginhandaráritun. Katrín var stödd á blómasýningu í London þegar hún neitaði að uppfylla ósk skólabarns. 

Prinsessan neitaði barni

Kóngafólk í fjölmiðlum | 24. maí 2023

Katrín prinsessa neitaði að skrifa nafn sitt.
Katrín prinsessa neitaði að skrifa nafn sitt. AFP/Jordan Pettitt

Katrín prinsessa olli ungum aðdáanda vonbrigðum á dögunum þegar hún neitaði að gefa honum eiginhandaráritun. Katrín var stödd á blómasýningu í London þegar hún neitaði að uppfylla ósk skólabarns. 

Katrín prinsessa olli ungum aðdáanda vonbrigðum á dögunum þegar hún neitaði að gefa honum eiginhandaráritun. Katrín var stödd á blómasýningu í London þegar hún neitaði að uppfylla ósk skólabarns. 

Katrín mætti óvænt sem gestur á blómasýninguna í Chelsea og varði tíma með nemendum sem skoðuðu sig um. Prinsessan skoðaði meðal annars skordýr á sýningunni með börnunum en sumir nemendur voru áhugasamari um prinsessuna. „Ég get ekki skrifað nafnið mitt,“ svaraði prinsessan kurteis þegar einn nemandi bað hana um eiginhandaráritun að því fram kemur á vef People

Prinsessan var spurð frekar út í af hverju hún gæti ekki skrifað nafnið sitt. „Ég heiti Katrín en ég má ekki skrifa nafnið mitt, það er bara ein af þessum reglum.“ Reglan er meðal annars til þess að koma í veg fyrir skjalafals. 

Katrín prinsessa talað við skólakrakka.
Katrín prinsessa talað við skólakrakka. AFP/Jordan Pettitt
Katrín og krakkarnir á blómasýningunni.
Katrín og krakkarnir á blómasýningunni. AFP/Ben Stansall
mbl.is