Reykjavík og Lvív systraborgir

Úkraína | 24. maí 2023

Reykjavík og Lvív systraborgir

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Andriy Sadovyy, borgarstjóri Lvív í Úkraínu, undirrituðu í gær samkomulag um samvinnu borganna í ráðhúsinu í Lvív. Markmiðið með samkomulaginu er efla samskipti borganna og er sérstök áhersla lögð á gildi svo sem lýðræði, frelsi, réttarríkið og mannréttindi.

Reykjavík og Lvív systraborgir

Úkraína | 24. maí 2023

Þeir féllust í faðma við lok undirritunar
Þeir féllust í faðma við lok undirritunar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Andriy Sadovyy, borgarstjóri Lvív í Úkraínu, undirrituðu í gær samkomulag um samvinnu borganna í ráðhúsinu í Lvív. Markmiðið með samkomulaginu er efla samskipti borganna og er sérstök áhersla lögð á gildi svo sem lýðræði, frelsi, réttarríkið og mannréttindi.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Andriy Sadovyy, borgarstjóri Lvív í Úkraínu, undirrituðu í gær samkomulag um samvinnu borganna í ráðhúsinu í Lvív. Markmiðið með samkomulaginu er efla samskipti borganna og er sérstök áhersla lögð á gildi svo sem lýðræði, frelsi, réttarríkið og mannréttindi.

„Við vonumst til að auka samstarf borganna á næstu árum og áratugum. Innrás Rússa og yfirstandandi stríð yfirskyggir þó vitanlega allt í Úkraínu um þessar mundir. Því skipti mig mestu máli að koma á tengingu milli Lviv og stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Það var meginmarkmiðið með þessari ferð,“ er haft eftir Degi í tilkynningu. 

Þar segir segir enn fremur að borgarstjóra hafi verið það ofarlega í huga að hjálpa borgarstjórn Lvív eftir fund við Sadovyy fyrir ári síðan. Þar kynnti Sadovyy verkefnið „unbroken“ sem snýr að heilbrigðisþjónustu fyrir fólk sem hefur misst útlimi og verður fyrir áföllum vegna stríðsins. „Þetta verkefni hefur verið mér ofarlega í huga frá því heyrði frá því og ég ákvað að leita allra leiða til að verða þeim að liði með einhverjum hætti,“ segir Dagur jafnframt í tilkynningunni. 

Þórdís Lóa, forseti borgarstjórnar, var einnig með Degi í Lvív og sóttu þau gröf ungs hermanns sem hafði látið lífið í átökum 15. maí.

mbl.is