Ríkið sýnt viðleitni í baráttunni gegn verðbólgu

Vextir á Íslandi | 24. maí 2023

Ríkið sýnt viðleitni í baráttunni gegn verðbólgu

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur ríkisfjármálaáætlunina sem nú er til meðferðar hjá þinginu, vera til marks um fyrstu skref hins opinbera í að taka ábyrgð á hækkandi verðbólgu. 

Ríkið sýnt viðleitni í baráttunni gegn verðbólgu

Vextir á Íslandi | 24. maí 2023

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu. mbl.is/Hákon

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur ríkisfjármálaáætlunina sem nú er til meðferðar hjá þinginu, vera til marks um fyrstu skref hins opinbera í að taka ábyrgð á hækkandi verðbólgu. 

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur ríkisfjármálaáætlunina sem nú er til meðferðar hjá þinginu, vera til marks um fyrstu skref hins opinbera í að taka ábyrgð á hækkandi verðbólgu. 

Þetta kom fram í máli hans á kynningarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands sem lauk fyrir skömmu.

„Teljið þið að hið opinbera sé að taka ábyrgð á hækkandi verðbólgu og kannski í framhaldinu af því, teljið þið að Seðlabankinn standi einn á báti í – eigum við að segja í baráttunni við verðbólgu?“ spurði Gísli Freyr Valdórsson, fréttastjóri Viðskiptablaðs Morgunblaðsins, á fundinum. 

„Svarið er já,“ sagði Ásgeir. „Ég álít það að með þessari ríkisfjármálaáætlun sem var samþykkt að þá séu stigin fyrstu skref til þess að hið opinbera taki ábyrgð á stöðunni og við munum sjá það í næstu fjárlögum líka. Það auðveldar ríkissjóði mjög mikið að auka aðhaldið hvað það er mikill vöxtur í tekjum. Samkvæmt spá okkar þá er einhver 5% vöxtur og það ætti að auðvelda mjög mikið að loka hallanum.“

Eiga engan annan kost

Ásgeir ítrekaði þá mikilvægi þess að vinnumarkaðurinn myndi sömuleiðis taka ábyrgð, sem hann taldi ekki hafa verið gert fram að þessu. 

„Það er mjög mikilvægt að vinnumarkaðurinn viðurkenni ábyrgð og að þeir átti sig líka á því að það að hækka nafnlaun er ekki endilega að hjálpa fólki. Eins og við höfum séð núna að þá eykst verðbólga eða það þarf að hækka stýrivexti. Það er bara mjög mikilvægt að þeir tali þannig að þeir taki ábyrgð á stöðunni,“ sagði Ásgeir.

„Samkvæmt lögum eigum við engan annan kost en að gera það sem við þurfum að gera. Peningastefnan getur unnið það verk að ná niður verðbólgu, og það er það sem við ætlum að gera. Það er bara spurning um kostnaðinn fyrir þjóðina,“ bætti hann við.

mbl.is