Stýrivextir hækkaðir um 1,25 prósentustig

Vextir á Íslandi | 24. maí 2023

Stýrivextir hækkaðir um 1,25 prósentustig

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 8,75%.

Stýrivextir hækkaðir um 1,25 prósentustig

Vextir á Íslandi | 24. maí 2023

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 8,75%.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 8,75%.

Jafnframt hefur nefndin ákveðið að hækka fasta bindiskyldu innlánsstofnana úr 1% í 2%.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. 

Þetta er 13. stýrivaxtahækkun peningastefnunefndar í röð. 

„Efnahagsumsvif hafa verið kröftug það sem af er ári og samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans er spáð 4,8% hagvexti á árinu í stað 2,6% í febrúar. Þar vega horfur á meiri vexti innlendrar eftirspurnar þungt en einnig er útlit fyrir kröftugri umsvif í ferðaþjónustu,” segir í yfirlýsingu nefndarinnar.

Fram kemur að undirliggjandi verðbólga haldi áfram að aukast og miklar verðhækkanir mælist í sífellt stærri hluta neyslukörfunnar. Útlit sé fyrir töluvert meiri verðbólguþrýsting í ár og á næsta ári en gert var ráð fyrir.

„Verðbólguvæntingar til lengri tíma hafa jafnframt hækkað og eru vel yfir markmiði. Aukin hætta er því á að verðbólga reynist þrálát.

Í ljósi þess er nauðsynlegt að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar. Einkum er mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags, sérstaklega þegar litið er til mikillar spennu í þjóðarbúinu og hversu stutt er í næstu kjarasamningalotu. Horfur eru því á að hækka þurfi vexti enn meira til að tryggja betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og koma verðbólgu í markmið,” segir í yfirlýsingunni.

Kynn­ing­ar­fund­ur verður hald­inn klukk­an 9.30 vegna yf­ir­lýs­ing­ar nefnd­ar­inn­ar, út­gáfu Pen­inga­mála og vaxta­ákvörðunar.

mbl.is