Katrín mætti með gellubelti

Kóngafólk í fjölmiðlum | 25. maí 2023

Katrín mætti með gellubelti

Katrín prinsessa af Wales þarf að klæða sig settlega en það kemur ekki í veg fyrir að hún geti verið með gellustæla. Katrín mætti eins og Barbie með belti þegar hún heimsótti Foundling-safnið í London á fimmtudaginn. 

Katrín mætti með gellubelti

Kóngafólk í fjölmiðlum | 25. maí 2023

Katrín prinsessa af Wales þarf að klæða sig settlega en það kemur ekki í veg fyrir að hún geti verið með gellustæla. Katrín mætti eins og Barbie með belti þegar hún heimsótti Foundling-safnið í London á fimmtudaginn. 

Katrín prinsessa af Wales þarf að klæða sig settlega en það kemur ekki í veg fyrir að hún geti verið með gellustæla. Katrín mætti eins og Barbie með belti þegar hún heimsótti Foundling-safnið í London á fimmtudaginn. 

Katrín klæddist ljósbleikri dragt frá Alexander McQueen en breska merkið er í miklu uppáhaldi hjá henni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Katrín klæðist dragtinni en hún klæddist henni líka í fyrra. 

Við buxnadragtina var hún í skyrtu í sama lit og þannig var beltið enn meira áberandi. Beltið sem er frá lúxusmerkinu Camilla Elphic var hvítt í stíl við skóna með stórum áberandi perlum. Perlurnar búa yfir ákveðnum klassa en minnir á sama tíma á gamla tíma. 

Prinsessuliturinn fór Katrínu vel.
Prinsessuliturinn fór Katrínu vel. AFP/Tristan Fewings
mbl.is