Liðsmenn Wagner yfirgefa Bakmút

Úkraína | 25. maí 2023

Liðsmenn Wagner yfirgefa Bakhmút

Yfirmaður rússnesku málaliðasveitarinnar Wagner segir að hersveitir sínar séu byrjaðar að yfirgefa stöður sínar í borginni Bakmút í austurhluta Úkraínu og láta þær í hendur rússneska hersins.

Liðsmenn Wagner yfirgefa Bakhmút

Úkraína | 25. maí 2023

Yfirmaður rússnesku málaliðasveitarinnar Wagner segir að hersveitir sínar séu byrjaðar að yfirgefa stöður sínar í borginni Bakmút í austurhluta Úkraínu og láta þær í hendur rússneska hersins.

Yfirmaður rússnesku málaliðasveitarinnar Wagner segir að hersveitir sínar séu byrjaðar að yfirgefa stöður sínar í borginni Bakmút í austurhluta Úkraínu og láta þær í hendur rússneska hersins.

„Við erum að draga hersveitir okkar frá Bakmút í dag,” sagði Jevgení Prígosjín í myndskeiði sem var birt á samfélagsmiðlum.

„Við erum að láta stöður okkar í hendur hersins, ásamt skotfærum og öllu öðru,” sagði Prígosjín, sem er 61 árs stuðningsmaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.

Jevgení Prígosjín í myndskeiði frá því í morgun.
Jevgení Prígosjín í myndskeiði frá því í morgun. AFP

Prígosjín bætti við að einhverjar sveitir Wagners gætu verið áfram á svæðinu ef rússneski herinn lendir í vandræðum.

Bæði Wagner og rússneski herinn sögðu um helgina að Bakmút væri fallin. Úkraínumenn segja aftur á móti að hersveitir þeirra muni halda áfram að berjast í borginni.

AFP
mbl.is