Rússar segja að seint gangi að upplýsa Nordstream málið

Rússland | 25. maí 2023

Rússar segja að seint gangi að upplýsa Nordstream málið

Rússnesk stjórnvöld kölluðu til sín erindreka frá Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku í dag og tjáðu þeim vonbrigði sín með hve hægt gengur að upplýsa um skemmdarverkin sem unnin voru á Nordstream gasleiðslunni.

Rússar segja að seint gangi að upplýsa Nordstream málið

Rússland | 25. maí 2023

Utanríkisráðuneyti Rússlands í Moskvu
Utanríkisráðuneyti Rússlands í Moskvu AFP

Rússnesk stjórnvöld kölluðu til sín erindreka frá Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku í dag og tjáðu þeim vonbrigði sín með hve hægt gengur að upplýsa um skemmdarverkin sem unnin voru á Nordstream gasleiðslunni.

Rússnesk stjórnvöld kölluðu til sín erindreka frá Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku í dag og tjáðu þeim vonbrigði sín með hve hægt gengur að upplýsa um skemmdarverkin sem unnin voru á Nordstream gasleiðslunni.

Nordstream gasleiðslan var upphaflega lögð til að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands. Hún var skemmd með neðansjávarsprengjum í Eystrasalti stuttu eftir innrás Rússa inn í Úkraínu á síðasta ári. Ásakanir hafa gengið á víxl milli Rússa og vesturvelda um hver beri ábyrgð á skemmdarverkunum.

Þjóðverjar, Svíar og Danir hafa staðið að málsrannsókn til að komast til botns í því hvað olli lekum á leiðslunni. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur nú komið á framfæri formlegum mótmælum til ofangreindra ríkja um hversu hægt rannsóknin gangi. Kvarta Rússar líka undan því að hafa ekki fengið að koma að rannsókninni og ætla að það sé gert svo hið sanna á málinu komi ekki fram.

mbl.is