„Verðbólgan er verkefnið“

Vextir á Íslandi | 25. maí 2023

„Verðbólgan er verkefnið“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að mikil vaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi ekki komið fullkomlega á óvart. Í henni felist skýr skilaboð frá Seðlabankanum. „Þetta endurspeglar einfaldlega það að það þarf að ganga hart fram til þess að ná þessari verðbólgu niður og það er auðvitað aðalverkefnið,“ segir Katrín í viðtali við Morgunblaðið.

„Verðbólgan er verkefnið“

Vextir á Íslandi | 25. maí 2023

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/AM

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að mikil vaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi ekki komið fullkomlega á óvart. Í henni felist skýr skilaboð frá Seðlabankanum. „Þetta endurspeglar einfaldlega það að það þarf að ganga hart fram til þess að ná þessari verðbólgu niður og það er auðvitað aðalverkefnið,“ segir Katrín í viðtali við Morgunblaðið.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að mikil vaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi ekki komið fullkomlega á óvart. Í henni felist skýr skilaboð frá Seðlabankanum. „Þetta endurspeglar einfaldlega það að það þarf að ganga hart fram til þess að ná þessari verðbólgu niður og það er auðvitað aðalverkefnið,“ segir Katrín í viðtali við Morgunblaðið.

Hún bendir á að seðlabankastjóri hafi vikið sérstaklega að nauðsyn þess að aðilar vinnumarkaðarins hafi þessa stöðu efnahagslífsins í huga nú í aðdraganda kjarasamninga. Hún bætir við að farsælast væri ef það tækist að koma á langtímakjarasamningum á vinnumarkaði og bendir á „lífskjarasamningana“ 2019 sem fyrirmynd.

Katrín tekur fram að það sé ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að semja um kaup og kjör, en að hún geti eftir sem áður átt aðkomu að þeim. Vel komi til greina að stjórnin beiti sér í þeim efnum og nefnir til dæmis gerð langtímaáætlunar í húsnæðismálum, endurskoðun atvinnuleysistryggingakerfisins, ábyrgðarsjóðs launa og skoðun á kjörum ungbarnafjölskyldna.

Katrín víkur einnig að ríkisrekstrinum og segir að aðhalds sjái stað bæði í fjárlögum og fjármálaáætlun, en útilokar ekki að lengra þurfi að ganga í þeim efnum samhliða því að verja viðkvæmustu hópana fyrir áhrifum verðbólgu og efnahagsþrenginga. Ríkisvaldið muni leggja sitt af mörkum og styðja Seðlabankann í sínum verkefnum, að kveða niður verðbólgu.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is