Verkföll í Evrópu sem gætu haft áhrif á ferðalagið þitt

Spánn | 25. maí 2023

Verkföll í Evrópu sem gætu haft áhrif á ferðalagið þitt

Mikið er um verkföll í Evrópu um þessar mundir og mörg þeirra geta haft mikil áhrif á ferðalög fólks. Hér eru verkföll í nokkrum evrópskum löndum sem gætu haft áhrif á ferðalanga í júní. 

Verkföll í Evrópu sem gætu haft áhrif á ferðalagið þitt

Spánn | 25. maí 2023

Ætlar þú að ferðast erlendis í sumar?
Ætlar þú að ferðast erlendis í sumar? Samsett mynd

Mikið er um verkföll í Evrópu um þessar mundir og mörg þeirra geta haft mikil áhrif á ferðalög fólks. Hér eru verkföll í nokkrum evrópskum löndum sem gætu haft áhrif á ferðalanga í júní. 

Mikið er um verkföll í Evrópu um þessar mundir og mörg þeirra geta haft mikil áhrif á ferðalög fólks. Hér eru verkföll í nokkrum evrópskum löndum sem gætu haft áhrif á ferðalanga í júní. 

Ítalía

Sólarhringsverkfall starfsfólks á ítölskum flugvöllum hefst 4. júní. Samkvæmt ítölskum lögum er allt flug sem áætlað er á milli klukkan sjö og tíu á morgnana og klukkan sex og níu á kvöldin varið fyrir áhrifum verkfalla. Verkfallið hefur hins vegar áhrif á allt annað flug.

Frakkland

Stéttarfélög í Frakklandi hafa boðað til mótmæla og verkfalla reglulega síðustu mánuði, vegna áætlana Frakklandsforseta um að hækka eftirlaunaaldurinn þar í landi. Næstu mótmæli eru áætluð 6. júní næstkomandi og munu ná yfir allt landið.

Óvíst er hvaða áhrif mótmælin munu hafa á franskar samgöngur, en í fyrri mótmælum hefur þurft að aflýsa flug- og lestarferðum. Auk þess hefur þurft að loka ýmsum ferðamannastöðum í París. Því er gott að hafa augun opin ef förinni er heitið til frönsku höfuðborgarinnar.

Spánn

Starfsmenn innan stéttarfélags spænskra flugmanna hafa boðað verkfall 1. og 2. júní næstkomandi. Hefur þetta mest áhrif á flugfélagið Air Europa. Ólíklegt er að verkfall þeirra starfsmanna hafi áhrif á flug til og frá Íslandi, en gott er að hafa þetta í huga.

Flugmenn stéttarfélagsins sem starfa hjá öðrum flugfélögum sem fljúga til og frá Spáni íhuga einnig verkfall. Myndi það verkfall hafa áhrif á flugfélög á borð við Ryanair og Easyjet, því er gott að fylgjast vel með ef áætlað er að fljúga með þeim flugfélögunum til og frá Spáni.

Skotland

Verkfall öryggisstarfsfólks á flugvellinum í Glasgow er yfirvofandi. Engin dagssetning hefur þó verið ákveðin og því mikilvægt að fylgjast vel með ef förinni er heitið til Skotlands í sumar.

Upplýsingarnar eru fengnar af ferðasíðu Euronews.

mbl.is