Í kulnun eftir að hafa unnið fyrir Paltrow

Andleg heilsa | 26. maí 2023

Í kulnun eftir að hafa unnið fyrir Paltrow

Elise Loehnen var hægri hönd Gwyneth Paltrow hjá Goop, fyrirtæki sem leggur áherslu á heilsusamlegan lífsstíl og sölu heilsuvara á borð við kynlífstæki, bætiefni og ilmkerti sem lykta eins og kynfæri.

Í kulnun eftir að hafa unnið fyrir Paltrow

Andleg heilsa | 26. maí 2023

Elise Loehnen var hægri hönd Paltrow en fór fljótt að …
Elise Loehnen var hægri hönd Paltrow en fór fljótt að upplifa mikla vanlíðan. Skjáskot/Instagram

Elise Loehnen var hægri hönd Gwyneth Paltrow hjá Goop, fyrirtæki sem leggur áherslu á heilsusamlegan lífsstíl og sölu heilsuvara á borð við kynlífstæki, bætiefni og ilmkerti sem lykta eins og kynfæri.

Elise Loehnen var hægri hönd Gwyneth Paltrow hjá Goop, fyrirtæki sem leggur áherslu á heilsusamlegan lífsstíl og sölu heilsuvara á borð við kynlífstæki, bætiefni og ilmkerti sem lykta eins og kynfæri.

Þrátt fyrir velgengni í starfi þá leið Loehnen illa. Hún fór að fá mikil og erfið kvíðaköst og þurfti oft að leita á bráðamóttöku.

„Ég náði ekki andanum,“ segir Loehnen, sem hefur sagt skilið við Goop til að einbeita sér að eigin ferli á eigin forsendum.

„Ég var að ferðast of mikið, vann of mikið. Mér fannst ég aldrei gera nóg. Ég var drifin áfram af miklum kvíða og fannst ég aldrei ná tökum á lífinu. Loks áttaði ég mig á því að ég gæti ekki haldið svona áfram.“

Loehnen vildi kryfja til mergjar hvernig ástandið varð svona slæmt. Ahverju hún náði ekki andanum, gat varla borðað, var örmagna og með samviskubit allan tímann. Nú hefur hún gefið út bókina On Our Best Behaviour: The Price Women Pay to Be Good. Þar rýnir hún í það hvernig konur eru hvattar til þess að bæla niður eigin langanir og eru í stöðugu kapphlaupi að áfangastað sem er ekki til.

Hrollvekjandi lífsstílsiðnaður 

Þegar Loehnen sagði skilið við Goop voru fjölmiðlar farnir að fjalla um slæmt vinnuumhverfi þar. 

„Allt á sér sinn tíma. Hvort sem það á við um hjónaband, vináttu eða störf. Þetta var bara rétti tíminn til þess að hætta. Þessi lífsstílsiðnaður hefur vaxið í eitthvað ógnvekjandi. Það er verið að ýta undir áráttukennda hegðun með „biohacking“ og að vera sífellt að fylgjast með alls kyns tölfræði sem snjallforritin gefa um heilsu manns.“ 

Land sykursýkilyfja

Loehnen býr í Los Angeles og segir matarkúltúrinn þar vera slæman.

„LA er land sykursýkilyfja. Allir eru á þessum lyfjum til að minnka matarlyst. Lyf sem eiga að vera fyrir fólk með sykursýki. Þetta er orðið svo venjulegt að vera á þessum lyfjum. Ég fer t.d. út að borða með hópi fólks og átta mig svo á því að það er enginn að borða nema ég. Af hverju erum við að svipta okkur ánægjunni af því að borða góðan mat? Ég vil geta borðað það sem ég vil,“ segir Loehnen.

mbl.is