Ræðir við Pútín „þegar fram líða stundir“

Úkraína | 26. maí 2023

Ræðir við Pútín „þegar fram líða stundir“

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ætlar að ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta „þegar fram líða stundir”. Síðast töluðu leiðtogarnir saman snemma í desember.

Ræðir við Pútín „þegar fram líða stundir“

Úkraína | 26. maí 2023

Samsett mynd af Scholz og Pútín.
Samsett mynd af Scholz og Pútín. AFP/Johanna Geron og Sergei Guneyev

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ætlar að ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta „þegar fram líða stundir”. Síðast töluðu leiðtogarnir saman snemma í desember.

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ætlar að ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta „þegar fram líða stundir”. Síðast töluðu leiðtogarnir saman snemma í desember.

„Það er nokkuð liðið frá síðasta símtali mínu,” sagði Scholz við dagblaðið Koelner Stadt-Anzeiger. „En ég ætla mér að tala aftur við Pútín þegar fram líða stundir”.

Þegar þeir ræddu síðasta saman í klukkutímalöngu símtali hvatti Scholz Pútín til að draga herlið sitt frá Úkraínu. Pútín sakaði Vesturlönd aftur á móti um að fylgja stefnu sem hefði eyðileggingu í för með sér.

Síðan þá hefur spennan á milli Rússlands og Þýskalands magnast, sérstaklega vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Scholz í janúar um að senda þýska skriðdreka til Úkraínu.

Í viðtalinu sagði Scholz að markmið hans væri að „styðja Úkraínu áfram” en „á sama tíma að koma í veg fyrir bein átök á milli NATO og Rússlands.

„Og aldrei að ráðast í aðgerðir einn heldur í nánu samstarfi við vini okkar og samstarfsmenn,” sagði hann.

Spurður um möguleikann á því að stöðva átökin með samningaviðræðum sagði Scholz að Pútín yrði að skilja að ekki væri hægt að binda enda á stríðið með „einhvers konar köldum friði”.

mbl.is