TikTok-stjarnan Alix Earle er stödd á þriggja vikna ferðalagi um Evrópu með vinkonum sínum, en þær urðu strandaglópar á Ítalíu eftir meint svindl á þekktum hótelbókunarvef.
TikTok-stjarnan Alix Earle er stödd á þriggja vikna ferðalagi um Evrópu með vinkonum sínum, en þær urðu strandaglópar á Ítalíu eftir meint svindl á þekktum hótelbókunarvef.
TikTok-stjarnan Alix Earle er stödd á þriggja vikna ferðalagi um Evrópu með vinkonum sínum, en þær urðu strandaglópar á Ítalíu eftir meint svindl á þekktum hótelbókunarvef.
Vinkonurnar höfðu bókað glæsilega villu í Positano, en þegar þær komu á staðinn var hún ekki til.
„Við erum strandaglópar á Ítalíu. Húsið sem við áttum að vera í er ekki til. Bílaþjónustu okkar var aflýst. Það er miðnætti. Við vitum bókstaflega ekki hvert við eigum að fara. Stelpuferðin tók stakkaskiptum,“ sagði Earle í TikTok-myndskeiði sem hún birti.
Í öðru myndskeiði sagðist Earle hafa bókað villuna í gegnum bókunarvef Booking.com, en hópurinn var að koma frá Ibiza á Spáni þar sem hann hafði notið næturlífsins til hins ítrasta.
Stuttu síðar birti Earle enn annað myndskeið þar sem vinkonurnar voru komnar með gistingu. „Við fundum stað til að gista á yfir nóttina eftir að „fallega villan“ okkar á Ítalíu var ekki til,“ skrifaði hún.