Vilja tryggja að fólk geti lifað af launum sínum

Húsnæðismarkaðurinn | 26. maí 2023

Vilja tryggja að fólk geti lifað af launum sínum

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, amast ekki út í seðlabankastjóra vegna hækkunar stýrivaxta. Hún kallar eftir aðgerðum stjórnvalda til þess að styðja við þau sem minnst hafa á milli handanna.

Vilja tryggja að fólk geti lifað af launum sínum

Húsnæðismarkaðurinn | 26. maí 2023

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir margt benda til þess …
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir margt benda til þess að verðbólgan sé að einhverju leyti hagnaðardrifin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, amast ekki út í seðlabankastjóra vegna hækkunar stýrivaxta. Hún kallar eftir aðgerðum stjórnvalda til þess að styðja við þau sem minnst hafa á milli handanna.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, amast ekki út í seðlabankastjóra vegna hækkunar stýrivaxta. Hún kallar eftir aðgerðum stjórnvalda til þess að styðja við þau sem minnst hafa á milli handanna.

„Í grunninn erum við núna að semja fyrir fólk sem er á allra lægstu laununum. Þau eru ekki í þessum hópi sem á að þurfa að taka til sín að spara meira, þau eru bara að berjast við að ná endum saman. Okkar hagsmunabarátta mun alltaf vera að tryggja það að fólk geti lifað af laununum sínum,“ segir Sonja Ýr, um áhrif stýrivaxtahækkunar á kjarabaráttuna.

„Seðlabankinn hefur bara eitt verkfæri til að bregðast við hærri verðbólgu. Það sem veldur þessu enn og aftur er hvernig staðan er á húsnæðismarkaði og sömuleiðis bendir margt til þess að þetta sé að einhverju leyti hagnaðardrifin verðbólga,“ segir Sonja Ýr.

Þurfi að byggja meira

Hún segir að BSRB hafi helst verið að kalla eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða fyrir þá sem verðbólgan bítur fastast á; þau sem eru með minnst á milli handanna.

„Við erum þá að horfa til þess að staða leigjenda og einstæðra foreldra er sérstaklega slæm, svo og auðvitað þeirra sem eru með óverðtryggð og breytileg lán,“ segir Sonja Ýr.

Hún segir að hægt sé að styðja við þetta fólk með húsnæðisstuðningi og sömuleiðis í gegnum barnabótakerfið, eða með sérstökum aðgerðum sem einblína á einstæða foreldra.

„Stærsti vandinn er að það þarf að byggja meira og tryggja að það verði ekki hökt á áætlunum sem er búið að leggja fram að hálfu stjórnvalda,“ segir Sonja Ýr.

mbl.is