Guðlaugur Þór og Ágústa leigja út sveitahöllina

Heimili | 27. maí 2023

Guðlaugur Þór og Ágústa leigja út sveitahöllina

Í Skaftárhreppi er að finna guðdómlega 200 fm sveitahöll sem er í eigu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra og Ágústu Johnson framkvæmdastjóra Hreyfingar. Það var Rut Káradóttir innanhússarkitekt sem hannaði húsið að innan og valdi innanstokksmuni.

Guðlaugur Þór og Ágústa leigja út sveitahöllina

Heimili | 27. maí 2023

Guðlaugur Þór Þórðarson og Ágústa Johnson.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Ágústa Johnson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í Skaftárhreppi er að finna guðdómlega 200 fm sveitahöll sem er í eigu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra og Ágústu Johnson framkvæmdastjóra Hreyfingar. Það var Rut Káradóttir innanhússarkitekt sem hannaði húsið að innan og valdi innanstokksmuni.

Í Skaftárhreppi er að finna guðdómlega 200 fm sveitahöll sem er í eigu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra og Ágústu Johnson framkvæmdastjóra Hreyfingar. Það var Rut Káradóttir innanhússarkitekt sem hannaði húsið að innan og valdi innanstokksmuni.

Hönnun hússins að utan jafnt sem innan er glæsileg, en það er án efa mikill lúxusbragur á eigninni sem gleður sannarlega augað. Ró og hlýja spila lykilhlutverk í húsinu þar sem falleg litapalletta flæðir í gegnum rýmin og myndar notalega stemningu. 

Rúmgott eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í björtu alrými þar sem hvert smáatriði hefur verið útpælt. Mikil lofthæð og stórir gluggar gefa því tignarlegt yfirbragð.

Glæsileg eldhúsinnrétting setur svip á rýmið

Í eldhúsinu eru ljósir og mildir gráir tónar áberandi, en þar má sjá afar sjarmerandi innréttingu og stóra eldhúseyju sem setur sterkan svip á rýmið. Í stofunni eru gólfsíðir gluggar á þrjá vegu sem veita glæsilegt útsýni og draga náttúruna inn í húsið.

Úr alrýminu er útgengt á snyrtilega verönd með palli sem umlykur húsið. Þar hefur sérlega formfögru borði og bekkjum verið komið fyrir auk útisaunu. Það er mikil náttúrufegurð allt í kringum eignina og útsýnið því stórbrotið. 

Sveitahöllin er til útleigu á bókunarvef Airbnb, en þar eru alls tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi. Því er gistipláss fyrir allt að fjóra gesti í húsinu hverju sinni. Nóttin kostar 1500 dollara eða um 210.000 kr. á gengi dagsins auk þrifagjalds. 

Falleg hönnun einkennir sveitahöllina, en hún er umkringd mikilli náttúrufegurð.
Falleg hönnun einkennir sveitahöllina, en hún er umkringd mikilli náttúrufegurð. Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is