Heimilið breyttist þegar Vigdís flutti inn

Heimili | 28. maí 2023

Heimilið breyttist þegar Vigdís flutti inn

Í notalegri íbúð í Vesturbænum hefur Jón Helgi Hólmgeirsson vöruhönnuður komið sér vel fyrir ásamt kærustu sinni, Vigdísi Hafliðadóttur grínista og söngkonu FLOTT. Jón Helgi segir heimilið vera í stöðugri þróun en eftir að Vigdís flutti inn hafa þau verið dugleg að mála íbúðina í fallegum litum.

Heimilið breyttist þegar Vigdís flutti inn

Heimili | 28. maí 2023

Jón Helgi Hólmgeirsson vöruhönnuður er búinn að koma sér vel …
Jón Helgi Hólmgeirsson vöruhönnuður er búinn að koma sér vel fyrir í Vesturbænum. Fyrir aftan hann má hönnun hans jónófóninn sem hann á í flóknu sambandi við. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í notalegri íbúð í Vesturbænum hefur Jón Helgi Hólmgeirsson vöruhönnuður komið sér vel fyrir ásamt kærustu sinni, Vigdísi Hafliðadóttur grínista og söngkonu FLOTT. Jón Helgi segir heimilið vera í stöðugri þróun en eftir að Vigdís flutti inn hafa þau verið dugleg að mála íbúðina í fallegum litum.

Í notalegri íbúð í Vesturbænum hefur Jón Helgi Hólmgeirsson vöruhönnuður komið sér vel fyrir ásamt kærustu sinni, Vigdísi Hafliðadóttur grínista og söngkonu FLOTT. Jón Helgi segir heimilið vera í stöðugri þróun en eftir að Vigdís flutti inn hafa þau verið dugleg að mála íbúðina í fallegum litum.

Jón Helgi er ánægður með íbúðina sem er með útsýni yfir gamla Vesturbæinn og Esjuna. „Staðsetningin hentaði mér vel. Flest sem ég sæki í er í göngufjarlægð, bæði vinna og þjónusta og margir vinir mínir búa í hverfinu. Svo finnst mér mjög mikil lífsgæði fólgin í því að búa nálægt sjó og finnst æðislegt að það sé stutt niður á Ægisíðu,“ segir Jón Helgi.

„Áður en ég flutti inn lét ég pússa upp parketið og málaði. Eldhúsið var svo að mestu tekið í gegn fyrir tveimur árum. Íbúðin er í stöðugri þróun og það eru alltaf einhverjar minniháttar breytingar eða framkvæmdir í gangi. Íbúðin hefur breyst eftir að Vigdís flutti inn en hún er til dæmis mun litaglaðari en ég og við höfum prófað okkur áfram með að mála veggina. Hún flutti líka inn með mjög margar bækur svo ég var tilneyddur til að hanna og smíða bókahillu í stofuna. Við erum enn að safna að okkur hlutum og listaverkum og koma okkur betur og betur fyrir,“ segir Jón Helgi.

Stórt málverk eftir Júlíönnu Ósk Hafberg sómir sér vel á …
Stórt málverk eftir Júlíönnu Ósk Hafberg sómir sér vel á mórauðum stofuveggnum. Litla verkið er eftir Árna Má Erlingsson og tónar það skemmtilega við bláa PH-ljósið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áttu þér uppáhaldsstað í íbúðinni?

„Stofan er líklega uppáhaldsstaðurinn og sá staður þar sem ég eyði mestum tíma. Þar eru bæði haldin matarboð og slakað á í sófanum – en þetta er líka það rými sem við höfum gert mest fyrir.“

Áttu þér uppáhaldshlut?

„Ef ég á að nefna einn hlut þá er keramikvasi með ámáluðum spældum eggjum í miklu uppáhaldi þessa stundina. Vasinn er eftir Emily Marchand sem við keyptum þegar við heimsóttum stúdíóið hennar í Los Angeles fyrr á árinu. Ég notast ekki mikið við húmor eða sterka liti í minni eigin sköpun en kann virkilega að meta það þegar aðrir gera það og gera það vel.“

Hillurnar eru eftir Jón Helga.
Hillurnar eru eftir Jón Helga. mbl.is/Kristinn Magnússon
Takið eftir eggjunum á vasanum.
Takið eftir eggjunum á vasanum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heimilið er ekki safn

Fær hönnuðurinn á heimilinu að ráða stílnum eða er þetta samstarfsverkefni?

„Allur stíll og ákvarðanir eru teknar í samtali enda er ekki markmiðið að heimilið sé safn heldur griðastaður þar sem okkur líður báðum vel. En við erum með mjög svipaðan smekk og finnst gaman að spá í þessum hlutum saman.“

Jón Helgi er ekki með öll þau verk sem hann hefur hannað heima hjá sér. „Ég hef hannað alls konar hluti sem hafa ekkert að gera inn á heimili! Til dæmis tæknivörur, umbúðir eða verðlaunagripi sem voru ekki ætlaðir mér. En það er samt margt eftir mig hér – enda finnst mér mikilvægt að ég vilji sjálfur nota og eiga þá hluti sem ég skapa! Undanfarin ár hef ég síðan verið mikið að sérhanna hluti fyrir íbúðina eins og bókahillur í stofuna, þvottasnúrur inn á bað og stand undir sjónvarpið.“

Jón Helgi tók sig til og smíðaði hillu fyrir bækurnar …
Jón Helgi tók sig til og smíðaði hillu fyrir bækurnar hennar Vigdísar. Á stóru hillunni er plötuspilari en Jón Helgi smíðaði hilluna í kringum magnarann. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rétt eins og íbúðin er í stöðugri þróun þá tekur hönnun Jóns Helga líka breytingum. „Ég held að stíll sé í stöðugri þróun eftir því sem maður lærir nýja hluti eða kynnist nýjum efnum og aðferðum. Það sem ég sé kannski sem mestu breytinguna er að ég er byrjaður að hanna fleiri hluti út frá eigin þörfum – og hanna þá oft hluti sem ég smíða sjálfur, einungis fyrir heimilið, en ekki með það að markmiði að framleiða þá og selja.“

Eldhúsborðið hannaði Jón Helgi sérstaklega fyrir eldhúsið sitt en svona …
Eldhúsborðið hannaði Jón Helgi sérstaklega fyrir eldhúsið sitt en svona nýtist plássið afar vel. mbl.is/Kristinn Magnússon
Jón Helgi hannaði snúrurnar.
Jón Helgi hannaði snúrurnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ekki gera bara eitthvað“

Jón Helgi er alltaf með mörg járn í eldinum. „Ég var að klára að kenna námskeið við vöruhönnunarbrautina í LHÍ. Hönnunarmars var að klárast en þar var ég með verk á samsýningu í Ásmundarsal. Ég var með einkasýningu fyrir jól þar sem ég blandaði saman vöruhönnun og myndlist. Það eru enn að koma inn pantanir og þá smíða ég hvert verk. Ég vinn dagsdaglega hjá íslenska tónlistartæknifyrirtækinu Genki Instruments en svo er ég með nokkur önnur verkefni í gangi sem er ekki tímabært að tala um – en fyrst á dagskrá er að hanna og smíða hillur inn í eldhús.“

Jón Helgi hannaði hillurnar fyrir FÓLK Reykjavík.
Jón Helgi hannaði hillurnar fyrir FÓLK Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvaða áskorunum standa hönnuðir frammi fyrir í dag?

„Ég held að sú áskorun sem vöruhönnuðir standa yfirleitt frammi fyrir sé að það er búið að búa allt til og í raun þarf heimurinn ekkert á nýjum vörum að halda nema þær leysi áður óleyst vandamál eða stuðli að einhvers konar framþróun. Áskorunin er að hanna inn í hringrás þar sem tekið er tillit til þess hvaðan efnin í vöruna koma, hvernig hún er framleidd, hvernig heildarlíftími vörunnar er og hvert efnin fara þegar hætt er að nota vöruna. Sem sagt: ekki gera bara eitthvað. Svo má alveg bæta því við að það getur verið snúið að láta þetta ganga upp fjárhagslega.“

Myndina gerði Jón Helgi fyrir sýninguna Og svo kemur sólin. …
Myndina gerði Jón Helgi fyrir sýninguna Og svo kemur sólin. Myndin í rammanum sést ekki nema sólin skíni en hér sést Jón Helgi lýsa myndina upp með símanum sínum mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvert sækir þú innblástur?

„Mér finnst samtöl við aðra skapandi einstaklinga oft það besta til að koma hausnum af stað. Að sama skapi finnst mér hlaup og önnur útivera hjálpa mikið til ef ég þarf að finna lausnir á hönnunarvandamálum. Annars er ég svona tiltölulega nýbúinn að uppgötva Pinterest.“

Er eitthvað sem þú hefur skapað sem er í sérstöku uppáhaldi?

„Ég held að það verk sem ég hef átt í hvað mestu ástar-haturs-sambandi við sé plötuspilarinn jónófón, sem var útskriftarverkefnið mitt úr Listaháskólanum árið 2012. Þetta var það fyrsta sem ég gerði sem fólk sá og fékk mikla athygli á sínum tíma. Þessi vara hefur aldrei verið framleidd en það er aldrei að vita nema ég klári einhverja útgáfu af þessum plötuspilara í náinni framtíð. Án þess að lofa neinu.

En svo hangir prótótýpan sem ég gerði fyrir sýninguna Og svo kemur sólin, sem ég hélt í Ásmundarsal í fyrra, á veggnum í stofunni hjá okkur. Hún er í miklu uppáhaldi þessa dagana því myndin sést ekki nema það skíni sól á hana – sem er mjög oft þessa dagana,“ segir Jón Helgi.

Rúmteppið er skemmtilegt og öðruvísi.
Rúmteppið er skemmtilegt og öðruvísi. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is