8 viðvörunarmerki í vinskap sem á ekki að hunsa

Andleg heilsa | 29. maí 2023

8 viðvörunarmerki í vinskap sem á ekki að hunsa

Flest erum við vön því að heyra um viðvörunarmerki sem tengjast rómantískum samböndum. Hins vegar finnast einnig viðvörunarmerki í vinasamböndum sem á alls ekki að hunsa.

8 viðvörunarmerki í vinskap sem á ekki að hunsa

Andleg heilsa | 29. maí 2023

Pexels/Anna Shvet

Flest erum við vön því að heyra um viðvörunarmerki sem tengjast rómantískum samböndum. Hins vegar finnast einnig viðvörunarmerki í vinasamböndum sem á alls ekki að hunsa.

Flest erum við vön því að heyra um viðvörunarmerki sem tengjast rómantískum samböndum. Hins vegar finnast einnig viðvörunarmerki í vinasamböndum sem á alls ekki að hunsa.

Hér eru nokkur merki um að vinasamband þitt sé ekki byggt á traustum grunni.

Þau tala bara um sig sjálf og spyrja aldrei um þig

Áttu þennan eina vin sem hættir ekki að tala um daginn sinn, starfið sitt, vandamálin sín, en spyr aldrei neitt út í lífið þitt? Og þegar sviðsljósið beinist loksins að þér truflar hann þig með sögum af sjálfum sér? Í óheilbrigðu vinasambandi gæti það virðst sem svo að heimurinn sé þeirra og þú ert bara aukapersóna sem býr í þeim heimi. Þú átt samt líka skilið að sjást og að það sé heyrt í þér.

Tilhneiging vinar þín til að ráða samtalinu gæti þó líka verið merki um lélega samskiptahæfileika. Því ættir þú að nota dómgreind þína og íhuga að nefna vandamálið áður en þú ákveður að loka á sambandið. Hafðu þó í huga að sannur vinur ætti að vilja heyra frá öllum frá lífi þínu, sama hversu hversdagslegt það er.

Vináttan virðist almennt einhliða

Réttu upp hönd ef þú ert vinurinn sem sér um að gera allar áætlanir. Eða ef þú þekkir eina manneskju í vinahringnum þínum sem hefur bara samband þegar líf þeirra virðist á barmi þess að hrynja, en þegar kemur að því að þú þurfir að létta á þér er sú manneskja aldrei til staðar.

Að sjálfsögðu upplifum við öll erilsamar vikur, til dæmis þegar mikið er að gera í vinnunni eða við þurfum að takast á við persónuleg vandamál. Ef þú finnur hins vega fyrir því að þú þurfir að bera tilfinningalegan þunga sambandsins gæti það verið merki um að vinur þinn meti sambandið ekki jafn mikið og þú.

Þú telur þig bera skyldu til þess að viðhalda sambandinu

Það getur verið erfitt að þvinga sjálfan sig til að viðhalda sambandi sem virðist ekki smella saman. Oft heldur fólk í eldri vináttu sem hefur vaxið upp úr sér vegna þess að því finnst eins og því beri skylda til þess. Hugsaðu til dæmis um æsku- eða fjölskylduvininn sem þú hefur haldið sambandi við í mörg ár, jafnvel þótt þið eigið ekkert sameiginlegt lengur.

Þetta er ekki augljósasta viðvörunarmerkið og þarf ekki endilega að vera vísbending um eitrað samband. Ef þér líður hins vegar eins og þú þurfir að viðhalda sambandinu frekar en að þú virkilega viljir það þá er eflaust kominn tími til að endurmeta sambandið. Þegar öllu er á botninn hvolft ættir þú frekar að eyða tíma með vinum þínum sem láta þér líða vel en ekki uppgefnum.

Þau virðast alltaf vera í keppni við þig

Hugleiddu þessa atburðarás. Þú segir þessum vini þínum að þú hafir fengið launahækkun í vinnunni. Í staðinn fyrir að faðma þig eða senda þér stuðningskveðju þarf hann að toppa þig með einhverju úr sínu lífi. Eða kannski voruð þið að koma úr líkamsræktartíma sem þér fannst gífurlega erfiður en vinur þinn segir að hann hafi verið allt of auðveldur.

Hljómar þetta kunnuglega? Það er eitt að finna fyrir öfund einstaka sinnum en sá sem spilar ávallt leikinn um hver hefur það betra hefur líklega ekki hagsmuni þína að leiðarljósi. Þú getur reynt að segja viðkomandi hvernig þér líður, kannski gerir hann sér ekki grein fyrir því. Ef hann er hins vegar ekki mótttækilegur fyrir því er það ákveðið viðvörunarmerki.

Þeim er lífsins ómögulegt að biðjast afsökunar

Jafnvel í heilbrigðustu samböndum kemur fyrir að þið rífist. Kannski er það kjánalegt rifrildi um að þú komir alltaf of seint eða eitthvað alvarlegra. Hvort heldur sem er þá er það mikilvægt fyrir ykkur að samskipti ykkar sé með áhrifaríkum hætti og þið viðurkennið þegar ykkur verður á í messunni.

Það er allt í lagi að gera mistök í vinasamböndum og augljóslega mun það gerast þegar þú hefur þekkt einhvern í langan tíma. Ef vinur þinn getur hins vegar ekki beðist afsökunar eða verið dreginn til ábyrgðar fyrir hegðun sína verður erfitt að treysta á hann og treysta honum.

Dæmi um þetta er að ef vinur þinn byrjar afsökunarbeiðni á því að segja „mér þykir leitt að hafa móðgað þig“ eða „ég hélt að þetta myndi ekki særa þig“. Ósvikin afsökunarbeiðni á ekki að vera rökræða heldur samtal sem felur í sér að setja tilfinningar einhvers annars í fyrsta sæti í stað þess að einblína á þínar eigin tilfinningar.

Þau virða ekki mörkin sem þú setur

Í heilbrigðum vinasamböndum skilur fólk að stundum fái það að heyra nei. Kannski viltu ekki deila því sem er angrar þig á þessari stundu. Kannski heldur vinur þinn áfram að tala um þinn fyrrverandi eða segir þér í sífellu hverjum þú átt að vera með. Einstaka sinnum getum við farið yfir mörk vina okkar en ef þú tekur eftir því að þín eru stöðugt virt að vettugi gæti það verið merki um eitrað samband.

Þú getur ekki lengur sagt hvar þitt sjálf endar og vinar þíns byrjar

Í sannleika sagt elskum við okkar bestu vini svo heitt að við myndum helst vilja eyða öllum okkar stundum með þeim. Við segjum þeim leyndarmál okkar, deilum okkar bestu og verstu augnablikum með þeim og stundum lendum við jafnvel í því að tileinka okkur ómeðvitað eitthvað af sérkennilegum háttum þeirra. Vinir geta haft svona mikil áhrif.

Þetta er allt gott og blessað, þangað til þú getur ekki staðið á þínum eigin fótum. Ef vinir treysta of mikið á hvort annað getur sambandið stundum orðið meðvirkt. Meðvirkni felur í sér að annað hvor eða báðir einstaklingarnir missa sjálfsmynd sína, skoðanir sínar eða getu til að hugsa fyrir sjálfan sig, vegna sambandsins. Dæmi um slíkt er að þurfa samþykki hins aðilans áður en þú tekur einhverjar ákvarðanir eða átta sig á því að þú getur ekki eytt tíma með öðrum af ótta við að gera hinn aðilann afbrýðisaman.

Svo að samband haldist heilbrigt þurfa báðir aðilar að viðhalda sjálfsvitund sinni, á sama tíma og þeir geta vaxið saman í sambandinu. Þú átt að geta átt þín eigin áhugamál og á sama tíma stutt sjálfstæði vinar þíns. Annars getur sambandið orðið tilfinningalega þreytandi.

Ekkert gott kemur af því að hunsa eigin þarfir og það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess að einn einstaklingur uppfylli þær allar.

Vinátta ykkar breytist frá því að vera mjög góð yfir í mjög slæma

Rétt eins og í rómantískum samböndum, eru vinasambönd full af hæðum og lægðum. Það er eðlilegt að upplifa augnablik þar sem þið fáið ekki nóg af hvort öðru og önnur þegar allt í fari hins fer í taugarnar á þér. Það er þó munur á stöku rifrildi og óstöðugu sambandi, sem getur valdið mikilli tilfinningalegri vanlíðan.

Ef þér líður eins og þú sért stöðugt á brúninni eða þér finnst vináttan of ófyrirsjáanleg, er líklegt að þið séuð ekki góð fyrir hvort annað. Þegar öllu er á botninn hvolft ættu vinir þínir ekki að valda þér streitu eða kvíða. Fólkið sem þú velur að hafa í kringum þig ætti að lyfta þér upp og hvetja þig til að vera besta útgáfan af sjálfu þér. 

Self

mbl.is