Förðunarráð fyrir veislugesti

Brúðkaup | 29. maí 2023

Förðunarráð fyrir veislugesti

Stóri dagurinn er runninn upp og allir gestir samankomnir til að fagna ástinni. Gleðin, rómantíkin og útgeislunin skín ekki einungis af brúðhjónunum heldur öllum gestum og gangandi í brúðkaupinu. Brúðhjónin eru í sínu fínasta pússi en hvað þurfa gestirnir að hafa í huga áður en þeir mæta til að fagna ástinni?

Förðunarráð fyrir veislugesti

Brúðkaup | 29. maí 2023

Þegar ástin tekur hús á fólki þá skiptir máli að …
Þegar ástin tekur hús á fólki þá skiptir máli að öllum líði vel og allir finnist þeir vera upp á sitt besta. Ljósmynd/Samsett

Stóri dagurinn er runninn upp og allir gestir samankomnir til að fagna ástinni. Gleðin, rómantíkin og útgeislunin skín ekki einungis af brúðhjónunum heldur öllum gestum og gangandi í brúðkaupinu. Brúðhjónin eru í sínu fínasta pússi en hvað þurfa gestirnir að hafa í huga áður en þeir mæta til að fagna ástinni?

Stóri dagurinn er runninn upp og allir gestir samankomnir til að fagna ástinni. Gleðin, rómantíkin og útgeislunin skín ekki einungis af brúðhjónunum heldur öllum gestum og gangandi í brúðkaupinu. Brúðhjónin eru í sínu fínasta pússi en hvað þurfa gestirnir að hafa í huga áður en þeir mæta til að fagna ástinni?

1. Framúrskarandi húðumhirða Mundu að húðumhirða leggur grunninn að fallegri förðun. Það skiptir því máli að nota réttar vörur til að líta sem best út. Þetta á reyndar ekki bara við um brúðkaupsgesti heldur bara almennt í lífinu. Ef húðin er vel undirbúin verður áferðin á húðinni og förðunin sjálf alltaf fallegri. Fyrsta skrefið er að byrja strax að þrífa húðina kvölds og morgna og drekka nóg af vatni.

Rakavatnið Future Solution LX frá Shiseido býður upp á gelkennda …
Rakavatnið Future Solution LX frá Shiseido býður upp á gelkennda formúlu sem undirbýr húðina fyrir serum, rakakrem og aðrar vörur sem settar eru á húðina til hátíðabrigða. Sumir segja að þetta sé lúxus í fljótandi formi.

2. Raki og meiri raki! Ef húðin á að vera upp á sitt besta þarf að næra hana vel. Það er ekki nóg að hreinsa hana bara kvölds og morgna. Byrjaðu að því að djúpnæra húðina með góðum rakamaska.

3. Ekki gleyma seruminu! Serum læsir rakann í húðinni og gerir að verkum að húðin ljómar meira en nokkru sinni fyrr.

Future Solution LX Total Radiance Loose Powder frá Shiseido jafnar …
Future Solution LX Total Radiance Loose Powder frá Shiseido jafnar áferð húðarinnar án þess að endurkasta ljósi. Þetta púður er því mjög nauðsynlegt ef fólk ætlar að vera upp á tíu á öllum myndunum í myndakössunum.

4. Rakavatn breytir vatni í vín! Rakavatn veitir húðinni aukna fyllingu og tryggir að allar aðrar húðvörur fari dýpra í húðina, sem gerir áferð farðans fallegri.

5. Notaðu farðagrunn! Farðagrunnur er ekki síður mikilvægt skref í rútínunni en hann getur komið í veg fyrir að förðunin fari á hreyfingu eða smitist í föt. Hann er svona eins og lím sem heldur öllu á sínum stað.

Water Fresh Tint frá Chanel er fullkomlega léttur farði sem …
Water Fresh Tint frá Chanel er fullkomlega léttur farði sem jafnar húðtón og gefur heilbrigðan ljóma hvort sem það er á andlit, bringu eða háls.

6. Kremaðar vörur fyrst! Til að förðun haldist betur á er góð þumalputtaregla að nota kremaðar vörur fyrst og setja svo púðurvörur yfir. Með þessu trixi situr förðunin betur og endist lengur.

Level Up-litapallettan frá GOSH er skotheld tvenna í kinnarnar.
Level Up-litapallettan frá GOSH er skotheld tvenna í kinnarnar.

7. Vertu með púður í veskinu! T-svæðið getur farið að glansa þegar tilfinningarnar bera fólk ofurliði. Þá er nauðsynlegt að vera með púður í veskinu og dúmpa örlítið yfir. Svo er gott trix að setja örlítið púður undir augun ef hyljarinn fer eitthvað að hreyfast til.

Varalitagrunnurinn Liplift frá Guerlain sléttir úr, jafnar útlínur og lætur …
Varalitagrunnurinn Liplift frá Guerlain sléttir úr, jafnar útlínur og lætur varalitinn endast sérlega lengi

 

Rouge G varaliturinn frá Guerlain er með spegli í lokinu …
Rouge G varaliturinn frá Guerlain er með spegli í lokinu sem hentar vel í brúðkaupinu.

8. Skotheldar varir! Ef varaliturinn á að haldast á sínum stað er gott að setja varalitagrunn á varirnar. Góður varalitagrunnur gerir það að verkum að varaliturinn smitast ekki í allar áttir.

Good Girl Elixir frá Carolina Herrera heitir olía nokkur sem …
Good Girl Elixir frá Carolina Herrera heitir olía nokkur sem gott er að bera á fótleggi. Olían þornar fljótt og smitast ekki í föt.

9. Njóttu þess að ilma! Ilmur setur punktinn yfir i-ið. Lyktarskynið er magnað og því hægt að hugsa til baka til þessa fallega dags með því að ilma alltaf eins og brúðkaupsdagurinn!

Ilmur skapar minningar. COCO Mademoiselle frá Chanel er alltaf góð …
Ilmur skapar minningar. COCO Mademoiselle frá Chanel er alltaf góð hugmynd. Laura Chouette
mbl.is