„Mjög algengt að fólk fari að jarða sig“

Dagmál | 29. maí 2023

„Mjög algengt að fólk fari að jarða sig“

Klukk, þú ert´ann, er ákall Ljóssins til þjóðarinnar um stuðning við að stækka og endurnýja húsnæði þar sem krabbameinssjúklingar og aðstandendur þeirra njóta endurhæfingar, fræðslu og uppbyggingar.

„Mjög algengt að fólk fari að jarða sig“

Dagmál | 29. maí 2023

Klukk, þú ert´ann, er ákall Ljóssins til þjóðarinnar um stuðning við að stækka og endurnýja húsnæði þar sem krabbameinssjúklingar og aðstandendur þeirra njóta endurhæfingar, fræðslu og uppbyggingar.

Klukk, þú ert´ann, er ákall Ljóssins til þjóðarinnar um stuðning við að stækka og endurnýja húsnæði þar sem krabbameinssjúklingar og aðstandendur þeirra njóta endurhæfingar, fræðslu og uppbyggingar.

Að verða viðskiptavinur Ljóssins er bölvun og blessun í senn. Enginn vill greinast með krabbamein en blessunin fellst í að eiga Ljósið að. Gestir Dagmála á morgun eru þær Erna Magnúsdóttir framkvæmdastýra og stofnandi Ljóssins og Hulda Halldóra Tryggvadóttir ljósberi sem þessar vikurnar er í meðferð vegna krabbameins sem hún greindist með.

„Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki haft Ljósið,“ segir Hulda í þættinum. Hún hefur frá greiningu sótt von og styrk til Ljóssins sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.

„Það er mjög algengt að fólk fari að jarða sig,“ segir Erna um algeng viðbrögð fólks sem fær þær fréttir að það hafi greinst með krabbamein. Hún segir jafnframt að margir upplifi þessar fréttir sem endalok. Ljósið breytir þessari upplifun og tekur til við að byggja upp fólk og fræða það.

Fyrir liggja tölur um aukningu þegar kemur að krabbameinsgreiningum. Þær tölur eru ískyggilegar. Það er því miður ljós að sífellt fleiri og fleiri munu þurfa á aðstoð og sérfræðiþekkingu Ljóssins að halda. Húsnæðið er löngu sprungið utan af starfseminni og nú er svo komið að gera verður úrbætur. Ljósið leitar því til fyrirtækja og almennings. Klukk, þú ert´ann.

Þátturinn í heild sinni verður aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins á morgun.

mbl.is