5 dýrustu næturnar á Airbnb

Gisting | 30. maí 2023

5 dýrustu næturnar á Airbnb

Á bókunarvef Airbnb er að finna fjölbreytta gistingu, allt frá hjólhýsum og tjöldum yfir í gríðarstórar villur, kastala og eyjur. 

5 dýrustu næturnar á Airbnb

Gisting | 30. maí 2023

Ljósmynd/Unsplash/Patrick Robert Doyle

Á bókunarvef Airbnb er að finna fjölbreytta gistingu, allt frá hjólhýsum og tjöldum yfir í gríðarstórar villur, kastala og eyjur. 

Á bókunarvef Airbnb er að finna fjölbreytta gistingu, allt frá hjólhýsum og tjöldum yfir í gríðarstórar villur, kastala og eyjur. 

Ferðavefur mbl.is tók saman fimm dýrustu næturnar á Airbnb í dag, en eignirnar eru hver annarri glæsilegri og bjóða allar upp á einstakan lúxus.

Chalet M, Frakklandi

Chalet M er 300 fm fjallaskáli á þremur hæðum sem er staðsettur í Morzine í Frakklandi. Að innan mætist klassísk og nútímaleg hönnun og mynda notalega stemningu, en það er svo útsýnið sem setur punktinn yfir i-ið. 

Alls eru fimm svefnherbergi og fimm baðherbergi í skálanum sem rúmar allt að 14 gesti hverju sinni. Nóttin yfir vetrartímann kostar hvorki meira né minna en 97.265 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmlega 13,6 milljónum króna á gengi dagsins í dag.

Ljósmynd/Airbnb.com

Riad Anya & Spa, Marokkó

Riad Anya & Spa er staðsett í Palais Royal-hverfinu í Marrakess í Marokkó og býður gestum sínum upp á einstakan lúxus. Þar má meðal annars finna fallega verönd með sundlaug, nuddpotti og heilsulind. 

Eignin státar af einu svefnherbergi og einu baðherbergi og því pláss fyrir tvo gesti hverju sinni. Nóttin yfir vetrartímann kostar 70.422 bandaríkjadali eða sem nemur rúmum 9,8 milljónum króna.

Ljósmynd/Airbnb.com

Musha Cay, Bahamaeyjar

Musha Cay er líklega ein mesta lúxus einkaeyja í heimi, en hún er staðsett á suðurhluta Bahamaeyja. Óspillt suðrænt landslag býður gesti velkomna og gerir upplifunina töfrandi. Á eyjunni eru fimm eignir til að velja úr, en hver þeirra státar af fallegri hönnun og suðrænum blæ. 

Samtals eru 12 svefnherbergi og 13 baðherbergi á eyjunni, en þar geta yfir 16 gestir verið hverju sinni. Nóttin yfir vetrartímann kostar 59.886 bandaríkjadali, eða um 8,4 milljónir króna. 

Ljósmynd/Airbnb.com

Alpine Estate, Sviss

Alpine Estate er staðsett í Bagnes í Sviss. Hún samanstendur af tveimur lúxus fjallaskálum en þar má meðal annars finna tvær sundlaugar, gufubað, tyrkneskt bað, bíósali og heitan pott með trylltu útsýni. 

Alls eru 11 svefnherbergi og 11 baðherbergi í fjallaskálunum sem rúma yfir 16 gesti hverju sinni. Nóttin yfir sumartímann kostar 52.512 bandaríkjadali, eða sem nemur 7,3 milljónum króna.

Ljósmynd/Airbnb.com

La Datcha, Mexíkó

La Datcha er glæsileg villa staðsett í La Datcha Cabo í Mexíkó. Villan býður gestum upp á ævintýralega upplifun, en hún hefur verið innréttuð á einstaklega smekklegan máta og lúxusinn í forgrunni. Þar sem villan er staðsett á ströndinni setur guðdómlegt útsýni punktinn yfir i-ið.

Villan státar af 10 svefnherbergjum og 11 baðherbergjum, en þar er pláss fyrir yfir 16 gesti hverju sinni. Nóttin yfir sumartímann kostar 40.000 bandaríkjadali, eða sem nemur 5,6 milljónum króna.

Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is