662 kaupsamningar í apríl

Húsnæðismarkaðurinn | 30. maí 2023

662 kaupsamningar í apríl

Útgefnir kaupsamningar um íbúðarhúsæði voru 662 á landinu í apríl miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Þeir voru jafnmargir í febrúar en í mars voru þeir nokkru fleiri eða 680.

662 kaupsamningar í apríl

Húsnæðismarkaðurinn | 30. maí 2023

Miklar sviptingar hafa verið á íbúðalánamarkaði samhliða versnandi efnahagshorfum undanfarin …
Miklar sviptingar hafa verið á íbúðalánamarkaði samhliða versnandi efnahagshorfum undanfarin misseri. Samsett mynd

Útgefnir kaupsamningar um íbúðarhúsæði voru 662 á landinu í apríl miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Þeir voru jafnmargir í febrúar en í mars voru þeir nokkru fleiri eða 680.

Útgefnir kaupsamningar um íbúðarhúsæði voru 662 á landinu í apríl miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Þeir voru jafnmargir í febrúar en í mars voru þeir nokkru fleiri eða 680.

Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS.

Í apríl seldust 13,0% íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði samanborið við 13,6% í mars.

Meðalkaupverð sérbýla hefur sveiflast mikið undanfarið. Það var um 118 milljónir króna í apríl samanborið við 106 m.kr. í febrúar en það hafði einnig verið 118 m.kr. í september síðastliðnum.

Íbúðaverð hækkaði

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% á milli mánaða í apríl og hefur því hækkað um 2,6% á síðustu 3 mánuðum. Þar af hækkuðu íbúðir í fjölbýli um 0,5% en sérbýli um 1,7%. Þriggja mánaða hækkun sérbýlis mælist því nú 4,9%. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hækkaði íbúðaverð um 0,7% á milli mánaða og þar er þriggja mánaða breytingin 6,2%.

Annars staðar á landinu hækkaði íbúðaverð um 1,4% á milli mánaða og hefur hækkað um 1,7% á þremur mánuðum.

mbl.is