Alli „ríki“ og Kristrún bönnuðu myndatökur í brúðkaupinu

Brúðkaup | 30. maí 2023

Alli „ríki“ og Kristrún bönnuðu myndatökur í brúðkaupinu

Það var öllu tjaldað til þegar Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson, eða Alli ríki eins og vinir hans kalla hann, og Kristrún Ólöf Sigurðardóttir gengu í hjónaband á Ítalíu. Alli ríki er eigandi fjárfestingafyrirtækisins Bull Hill Capital og Kristrún Ólöf er sálfræðingur. Brúðkaupið fór fram í Flórens og var öllu til tjaldað til að gera veisluna sem glæsilegasta. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Alli ríki heldur flotta veislu því þegar hann varð fertugur leigði hann Iðnó við tjörnina og var með Great Gatsby-þema í afmælisveislunni. 

Alli „ríki“ og Kristrún bönnuðu myndatökur í brúðkaupinu

Brúðkaup | 30. maí 2023

Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson og Kristrún Ólöf Sigurðardóttir gengu í hjónaband …
Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson og Kristrún Ólöf Sigurðardóttir gengu í hjónaband í Flórens á Ítalíu. Ljósmynd/Samsett

Það var öllu tjaldað til þegar Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson, eða Alli ríki eins og vinir hans kalla hann, og Kristrún Ólöf Sigurðardóttir gengu í hjónaband á Ítalíu. Alli ríki er eigandi fjárfestingafyrirtækisins Bull Hill Capital og Kristrún Ólöf er sálfræðingur. Brúðkaupið fór fram í Flórens og var öllu til tjaldað til að gera veisluna sem glæsilegasta. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Alli ríki heldur flotta veislu því þegar hann varð fertugur leigði hann Iðnó við tjörnina og var með Great Gatsby-þema í afmælisveislunni. 

Það var öllu tjaldað til þegar Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson, eða Alli ríki eins og vinir hans kalla hann, og Kristrún Ólöf Sigurðardóttir gengu í hjónaband á Ítalíu. Alli ríki er eigandi fjárfestingafyrirtækisins Bull Hill Capital og Kristrún Ólöf er sálfræðingur. Brúðkaupið fór fram í Flórens og var öllu til tjaldað til að gera veisluna sem glæsilegasta. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Alli ríki heldur flotta veislu því þegar hann varð fertugur leigði hann Iðnó við tjörnina og var með Great Gatsby-þema í afmælisveislunni. 

Árið 2021 festi Alli ríki kaup á glæsilegu einbýlishúsi í Fossvoginum og greiddi fyrir það 300.000.000 kr. Í dag búa nýbökuðu hjónin í húsinu. 

Hjónin buðu vinum og fjölskyldu að fagna með sér. Þau borguðu uppihald í þrjá daga fyrir alla, þannig að gestir þurftu ekki að taka upp veskið meðan á ferðinni stóð. Til þess að gæta þess að engum leiddist var flogið út með íslenska skemmtikrafta. Þar voru til dæmis hljómsveitin GusGus, tónlistarmaðurinn Valdimar, poppstjarna Íslands Páll Óskar Hjálmtýsson, hljómsveitin Vök, Salka Sól, Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir. Högni í Hjaltalín og kærasta hans, Snæfríður Ingvarsdóttir leikkona, voru líka á svæðinu. 

Lítið fór fyrir viðburðinum á félagsmiðlum því myndatökur voru bannaðar. Myndatökur eru þó ekki alltaf bannaðar í lífi hjónanna og alls ekki þegar þau landa stórlöxum eins og kom fram í Sporðaköstum á mbl.is 2018.

mbl.is