Dáist að foreldrum að hafa þolinmæði fyrir þessu

Dagmál | 30. maí 2023

Dáist að foreldrum að hafa þolinmæði fyrir þessu

„Við erum með manneskju í fullu starfi við það að færa til æfingar allan daginn og ég dáist að foreldrum að hafa þolinmæði fyrir þessu með okkur,“ sagði Þórhildur Garðarsdóttir, nýkjörinn formaður KR, í Dagmálum.

Dáist að foreldrum að hafa þolinmæði fyrir þessu

Dagmál | 30. maí 2023

„Við erum með manneskju í fullu starfi við það að færa til æfingar allan daginn og ég dáist að foreldrum að hafa þolinmæði fyrir þessu með okkur,“ sagði Þórhildur Garðarsdóttir, nýkjörinn formaður KR, í Dagmálum.

„Við erum með manneskju í fullu starfi við það að færa til æfingar allan daginn og ég dáist að foreldrum að hafa þolinmæði fyrir þessu með okkur,“ sagði Þórhildur Garðarsdóttir, nýkjörinn formaður KR, í Dagmálum.

Þórhildur er fyrsta konan til þess að gegna formennsku hjá félaginu í 124 ára sögu þess en aðstöðumál KR eru stærstu verkefnin framundan hjá henni.

„Við erum með 800 krakka og tvo meistaraflokka á einum gervigrasvelli,“ sagði Þórhildur.

„Það sér hver maður að þetta gengur ekki upp. Það er búið að lofa okkur og lofa okkur og skrifa tvisvar sinnum undir samning en það hefur ekki verið staðið við neitt hingað til.

Deiliskipuleg og teikningar eru tilbúnar en þetta strandar allt á borginni og það er búið að fresta fundum mánuðum saman. Við höfum setið ofboðslega á hakanum af öllum Reykjavíkurfélögunum því við erum með langverstu aðstöðuna,“ sagði Þórhildur meðal annars.

Viðtalið við þær Sigríði Elínu og Þórhildi í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

KR-völlurinn kom ekki vel undan vetri og því æfa allir …
KR-völlurinn kom ekki vel undan vetri og því æfa allir knattspyrnuflokkar félagsins á gervigrasvelli félagsins þessa dagana. Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is