Sjóðheit á lúxussnekkju á Miðjarðarhafinu

Stjörnur á ferð og flugi | 30. maí 2023

Sjóðheit á lúxussnekkju á Miðjarðarhafinu

Það væsir ekki um fyrirsætuna Hailey Bieber og eiginmann hennar, tónlistarmanninn Justin Bieber, sem eru um þessar mundir stödd í sannkölluðu lúxusfríi við Miðjarðarhafið. 

Sjóðheit á lúxussnekkju á Miðjarðarhafinu

Stjörnur á ferð og flugi | 30. maí 2023

Hailey Bieber birti sjóðheitar bikinímyndir af sér sem hafa verið …
Hailey Bieber birti sjóðheitar bikinímyndir af sér sem hafa verið að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum. Samsett mynd

Það væsir ekki um fyrirsætuna Hailey Bieber og eiginmann hennar, tónlistarmanninn Justin Bieber, sem eru um þessar mundir stödd í sannkölluðu lúxusfríi við Miðjarðarhafið. 

Það væsir ekki um fyrirsætuna Hailey Bieber og eiginmann hennar, tónlistarmanninn Justin Bieber, sem eru um þessar mundir stödd í sannkölluðu lúxusfríi við Miðjarðarhafið. 

Hailey hefur verið dugleg að deila myndum frá ferðalagi þeirra á samfélagsmiðlum, en hjónin hafa notið þess að sleikja sólina á glæsilegri lúxussnekkju, skoðað lífið í borginni og njóta náttúrunnar. 

Þá birti Hailey að sjálfsögðu nokkrar sjóðheitar bikinímyndir þar sem hún klæddist vínrauðu og heldur efnislitlu bikiníi úr sundfatalínu Victoria's Secret-fyrirsætunnar Candice Swanepoel, en Hailey er sjálf nýkomin frá Spáni þar sem hún var í tökum fyrir nærfatarisann. 

Erfitt ár að baki

Síðasta ár var strembið fyrir hjónin, en þau voru bæði að glíma við heilsufarsleg vandamál. Justin greindi frá því að hann væri með Ramsay Hunt-sjúkdóminn síðastliðið sumar, en stuttu áður lenti Hailey á spítala eftir að hafa fengið einkenni sem líkjast helst heilablóðfalli. 

Eftir miklar rannsóknir kom í ljós að hún var með lítinn blóðtappa við heila sem olli því að súrefnisflæðið minnkaði. 

Hjónin virðast því vera meira en tilbúin í sumarið, enda skrifaði hún við eina af myndaröðum sínum: „Það sem ég veit er að ég er að fara að eiga besta sumar lífs míns.“

mbl.is