Byggingar látnar standa ókláraðar

Húsnæðismarkaðurinn | 31. maí 2023

Byggingar látnar standa ókláraðar

Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri lánasviðs HMS segir að vísbendingar séu uppi um að verktakar bíði með að klára þær eignir sem eru í byggingu. Byggingar séu látnar bíða á byggingarstigi fjögur eða eftir að þær eru orðnar fokheldar. 

Byggingar látnar standa ókláraðar

Húsnæðismarkaðurinn | 31. maí 2023

Um sjö þúsund eignir eru í byggingu á landinu.
Um sjö þúsund eignir eru í byggingu á landinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri lánasviðs HMS segir að vísbendingar séu uppi um að verktakar bíði með að klára þær eignir sem eru í byggingu. Byggingar séu látnar bíða á byggingarstigi fjögur eða eftir að þær eru orðnar fokheldar. 

Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri lánasviðs HMS segir að vísbendingar séu uppi um að verktakar bíði með að klára þær eignir sem eru í byggingu. Byggingar séu látnar bíða á byggingarstigi fjögur eða eftir að þær eru orðnar fokheldar. 

Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri lánasviðs HMS.
Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri lánasviðs HMS.

Ástæðan liggur í því hve lánsfjármagn er orðið dýrt og því veigri margir sér við því að sækja sér fjármögnun í að klára byggingarnar. Ofan á það bætist minnkandi sala á eignum vegna þess hve erfiðlega kaupendum gengur að fjármagna fasteignakaup. Bæði vegna hækkandi vaxtastigs en einnig vegna stífra lánareglna sem Seðlabankinn hefur sett. 

Þetta er meðal þess sem kom fram í kynningu sem Elmar hélt í tilefni af því að nýtt fasteignamat fyrir árið 2024 var kynnt í húsakynnum Húsnæðis og mannvirkjastofnunar í dag.  

Byggir á samtölum við byggingaraðila

„Þetta byggir á þeim samtölum sem við eigum við byggingaraðila. Þeir hafa áhyggjur vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Hækkandi vaxta og þeirri óvissu sem því fylgir þeim,“ segir Elmar. Segir hann stóran hluta fjármögnunar eftir þegar húsin eru orðin fokheld. „Þeir (byggingaraðilar) hafa kannski nýtt stærstan hluta eigin fjárs í að koma sér á þennan stað,“ segir Elmar.

Mikil aukning hefur verið í flokki 4 þar sem íbúðir …
Mikil aukning hefur verið í flokki 4 þar sem íbúðir eru orðnar fokheldar.

Eins og sjá má á meðfylgjandi grafi eru flestar eignir á fyrri byggingarstigum. Mestur vöxtur hefur orðið á byggingarstigi 3 og 4. en byggingarstig 4 gefur til kynna að húsnæði sé fokhelt og getur því staðið án þess að skemmast um nokkra hríð.

„Þegar komið er á þetta stig er stór hluti fjármögnunar verktaka eftir þegar húsin eru orðin fokheld. Þeir hafa kannski nýtt stærstan hluta eigin fés í að koma sér á þennan stað. Því staldra margir við þegar kemur að frekari kostnaði sem fylgir lántöku,“ segir Elmar.

Nýjar eignir verði enn dýrari 

Spurður segir hann að gera megi ráð fyrir því að nýjar íbúðir verði enn dýrari en þær hafa verið hingað til. Það gefi auga leið að ef fjármögnun er dýrari þá fari það út í kostnaðarverðið. „Það er óhjákvæmilegt að það muni enda hjá neytendum að lokum,“ segir Elmar.

Þá kom fram að þörf er á 3.500-4.000 íbúðum á ári til að anna fyrirsjáanlegri eftirspurn á markaði næstu fimm árin. Það sem af er ári hafa 1.184 íbúðir verið teknar í notkun. 

mbl.is