Fengu heimaverkefni fyrir morgundaginn

Kjaraviðræður | 1. júní 2023

Fengu heimaverkefni fyrir morgundaginn

„Það eru atriði sem standa ennþá út af hjá okkur og sem við erum að reyna í sameiningu að finna lausn á,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við mbl.is.

Fengu heimaverkefni fyrir morgundaginn

Kjaraviðræður | 1. júní 2023

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB Eggert Jóhannesson

„Það eru atriði sem standa ennþá út af hjá okkur og sem við erum að reyna í sameiningu að finna lausn á,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við mbl.is.

„Það eru atriði sem standa ennþá út af hjá okkur og sem við erum að reyna í sameiningu að finna lausn á,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við mbl.is.

Fundi ríkissáttasemjara með fulltrúum úr samninganefndum BSRB og Samtaka íslenskra sveitarfélaga var slitið upp úr kl. 20 í kvöld. Ekki náðist að semja.

„Þannig í stað þess að endurtaka umræðuna var það ákveðið að við myndum taka okkur hlé og ræða við okkar baklönd og reyna að upphugsa einhverjar lausnir. Við fengum heimaverkefni fyrir morgundaginn og komum aftur til fundar þá,“ segir Sonja í samtali við mbl.is en ann­ar fund­ur hefur verið boðaður klukk­an 10 í fyrra­málið.

„Það eru allir að teygja sig. Þannig er bara staðan. Það eru allir að reyna finna lausn á þessu.“

mbl.is